Haf- og borgarístilkynningar 2004

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Tilkynningar í tímaröð

30-12-2004 kl. 15:38 Landhelgisgæslan
Frekar stór borgarísjaki á 66°15'N 020°56'V. Sést vel í ratsjá.

 

14-12-2004 kl. 13:56 Skip.
Borgarísjaki á stað 67°02'N 020°50'V. Jakar í kring. Sést vel í ratsjá.

 

21-11-2004 kl. 09:00 Skip.
Borgarísjaki á 66°19,0'N 023°17,1'V. Jakann rekur í 270° með 1,0 sml. hraða á klst. Jakinn er um 10-15 m hár og um 40 m í þvermál. Sést í ratsjá.

 

20-11-2004 kl. 17:30 Skip.
Borgarísjaki á siglingaleið Ritur-Skutulsfjörður. Staðsetning 66°14,4'N 023°11,6'V. Jakinn er um 15-20 m hár og um 40 m í þvermál. Lítilsháttar hrafl í kring. Sést vel í ratsjá.

 

18-11-2004 kl. 07:24 Skip.
Ísjaki á stað 66°14,10'N 023°24,33'V. Borgarbrot umhverfis hann. Sést vel í ratsjá.

 

16-11-2004 kl. 07:45 Skip.
Stór borgarísjaki á siglingaleið í mynni Ísafjarðardjúps, á stað 66°16,10'N 023°30'V. Sést vel í ratsjá.

 

15-11-2004 kl. 16:33 Skip.
Stór ísjaki út af Ísafjarðardjúpi á 66°16,6'N 023°32,7'V. Rekur í 260° með 0,3 sml. hraða á klst. Sést vel í ratsjá. Stærð 70-100 metrar.

 

15-11-2004 kl. 12:35 Skip.
Staddir á 66°18,95'N 024°12,86'V. Við hliðina á okkur er ísjaki ca 30-40 metrar í þvermál. Sést illa í ratsjá. Eins og er rekur hann í norður.

 

13-11-2004 kl. 10:25 Skip.
Borgarísjaki út af Ísafjarðardjúpi á 66°23'N 023°43'V. Sést vel í ratsjá.

 

12-11-2004 kl. 13:00 Landhelgisgæslan
Í flugi yfir Vestfjarðamiðum í dag sáum við í ratsjá kl. 10:47 ísrönd á stað 67°00'N 026°14'V. Ekki var unnt að sjá þykkt eða hreyfingu randarinnar.
Tveir borgarísjakar voru kl. 10:53 á stað 66°45'N 024°30'V og var hrafl í kringum þá. Einnig var borgarísjaki kl. 11:00 á stað 66°32N 024°02'V. Borgarísinn var næst landi u.þ.b. 22 sml. VNV frá Straumnesi. Ekki gafst tími til að skoða ísröndina frekar.

 

09-11-2004 kl. 00:32 Skip.
Stór borgarísjaki á 66°28,5'N 021°43,0'V. Rekur til SSV. Sést auðveldlega í ratsjá.

 

04-11-2004 kl. 15:45 Skip.
Stór borgarísjaki á 66°47,3'N 022°12,43'V. Jakinn hreyfist lítið.

 

29-10-2004 kl. 06:30 Skip.
Stór borgarísjaki á stað 67°06'N 022°28'V. Rekur til NNA með 0,5 sml. hraða á klst. Sést vel í ratsjá.

 

14-09-2004 kl. 14:30 frá Ólafsfirði
Borgarís í mynni fjarðarins, á að giska 5 metra hár. Varasöm borgarbrot eru umhverfis.

 

13-09-2004 kl. 23:50 Skip.
Stór borgarísjaki u.þ.b. 10 sml. NNA af Gjögri (ekki nákvæm staðsetning). Jakinn sést frá Grímsey.

 

05-09-2004 kl. 19:00 Skip.
Stór ísjaki NNV af Gjögri á stað: 66°15'N 018°21'V. Fleiri jakar eru dreifðir á svæðinu austur af þeim stóra.

 

04-09-2004 kl. 15:00 Skip.
Staddir á Skjálfandaflóa og sjáum 10 borgarísjaka á svæðinu 4-12 sml. NV af Lundey. Stærsti jakinn næst eynni.

 

03-09-2004 kl. 23:30 Grímsey.
Stór borgarísjaki að brotna upp u.þ.b. 3 sml. SA frá eynni og mikið af íshrafli í kring.

 

03-09-2004 kl. 12:00 Skip.
Staddir á 68°0'N 031°42'V. 11-20 borgarísjakar. Engir veltijakar eða borgarbrot.

 

01-09-2004 kl. 20:25 Skip.
Borgarísjakar á stað 65°42,7'N 021°04,7'V og 65°45,6'N 020°56.2'V. Sjást vel í ratsjá.

 

01-09-2004 kl. 16:20 Skip.
Stór borgarísjaki sem sést vel í ratsjá á stað 66°26,790'N 017°42,800'V. Borgarbrot í kring.

 

28-08-2004 kl. 21:30 Skip
Vorum að sigla framhjá , meðalstórum ísjaka á 66°23,3'N 021°23,3'V. Sést í ratsjá í 5 sml.

 

27-08-2004 kl. 15:00 Sauðanesviti.
Borgarísjakinn sem sést hefur héðan frá stöðinni virðist fara til norðurs vestan við Grímsey. Hann sést nú í sjónauka frá stöðinni. Tveir aðrir borgarísjakar sjást í sjónauka í 100 metra hæð ofan við stöðina.

 

27-08-2004 kl. 11:36 Skip.
Borgarís og nokkrir smájakar á stað 66°39'N 017°36'V. Annar borgarísjaki á 66°44'N 017°52'V. Sjást vel í ratsjá.

 

27-08-2004 kl. 08:30 Litla-Ávík.
Borgarísjaki sem hefur verið strandaður í nokkra daga u.þ.b. 16 km NA frá stöðinni hefur molnað mikið og bráðnað. Jakabrot sem mara í kafi eða hálfu kafi eru um allan sjó og sjást mjög illa. Annar borgarísjaki sem hefur verið strandaður lengi u.þ.b. 18 km ASA frá Gjögri er að brota niður. Jakabrot reka inn á Veiðileysufjörð, Reykjarfjörð og víðar um sjóinn. Jakarnir mara í hálfu kafi og í kafi og sjást mjög illa.
Öll sigling um innanverðan Húnaflóa er mjög hættuleg skipum og minni bátar ættu ekki að vera á þessum slóðum í myrkri.

 

27-08-2004 kl. 08:30 Skip.
Borgarísjakar á eftirtöldum stöðum: 66°22'N 019°06'V, 66°22'N 021°03'V, 66°09'N 021°19'V. Ísjakarnir sjást vel í ratsjá.

 

27-08-2004 kl. 06:00 Litla-Ávík.
Hafísjakabrot víða hér fyrir utan og inni á fjörðum. Mjög hættuleg bátum.

 

26-08-2004 kl. 15:00 Sauðanesviti.
Borgarísjakinn (frá 25. ágúst) virðist reka í stefnu NNA.

 

26-08-2004 kl. 21:00 Litla-Ávík.
Að gefnu tilefni vill veðurstöðin í Litlu-Ávík vekja athygli sjófarenda á því, að margir borgarísjakar eru vítt og breitt um Húnaflóa og jakabrot mara í hálfu kafi og í kafi og er því öll sigling hættuleg um Húnaflóann nema með stökustu gætni.

 

25-08-2004 kl. 13:00 Landhelgisgæslan
Miðvikudaginn 25. ágúst fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlitsflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.
Ísjakar sáust á eftirtöldum stöðum:
1.   66°27'N    025°23'V        2.    66°58'N    025°07'V
3.    67°03'N    024°53'V        4.    66°28'N    021°09'V
5.    66°45'N    020°55'V        6.    66°52'N    020°02'V
7.    67°00'N    019°57'V        8.    66°40'N    018°56'V (tveir jakar),
9.    66°21'N    018°47'V       10.   66°19'N    018°53'V.
Jakarnir eru misháir og sjást sumir illa í ratsjá. Þá er talsvert um klakabrot á svæðinu.

 

25-08-2004 kl. 12:00 Sauðanesviti.
Stóri borgarísjakinn er á hröðu reki til austurs. Er nú í stefnu 030°frá stöðinni séð. Er í um 45 km fjarlægð.

 

25-08-2004 kl. 09:00 Sauðanesviti
Stór borgarísjaki u.þ.b. 40 km NNA frá stöðinni.

 

24-08-2004 kl. 04:00 Skip.
Tveir mjög stórir borgarísjakar, annar á stað 66°46'N 018°28'V, hinn u.þ.b. 2 sml. í VNV frá fyrri jakanum. Mikið hrafl er í kringum jakana.

 

22-08-2004 kl. 12:00 Litla-Ávík.
Nokkuð stór borgarísjaki NNA frá stöðinni og u.þ.b. 12 km frá landi.

 

21-08-2004 kl. 10:00 Hraun á Skaga.
Jakarnir tveir sem getið var um í gær standa nú á grunni, stöðugt brotnar úr þeim og reka brotin undan vindi og eru því hættuleg í myrkri, einkum smærri bátum.

 

21-08-2004 kl. 09:00 Bílstjóri.
Erum að koma ofan af Þverárfjalli, sjáum 5 stóra borgarísjaka á vestanverðurm Húnaflóa.

 

21-08-2004 kl. 05:30 Skip.
Borgarísjaki á 65.56,8N 028.37,2V. Borgarbrot innan 1,5 sml. frá jakanum. Sést vel í ratsjá.

 

20-08-2004 Landhelgisgæslan
Föstudaginn 20. ágúst fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum og Norðurlandi.
Ísjakar sáust á eftirtöldum stöðum:
1.    66°28'N    022°15'V        2.    66°23'N    021°41'V
3.    66°27'N    021°23'V        4.    66°42'N    020°24'V
5.    66°33'N    019°42'V        6.    66°05'N    019°57'V
7.    66°32'N    019°45'V        8.    66°53'N    019°23'V
9.    66°38'N    018°53'V. Jakarnir eru misháir og sjást sumir illa á ratsjá. Þá er talsvert um klakabrot á svæðinu.

 

20-08-2004 kl. 10:40 Skip.
Stór borgarísjaki á 66°02,62'N 026°27,383'V. Sést í ratsjá.

 

20-08-2004 kl. 09:00 Hraun á Skaga.
Tveir borgarísjakar sjást á venjulegri skipaleið í suður frá Skagatá. Sjást vel í björtu.

 

19-08-2004 kl. 23:10 Skip.
Sex stórir borgarísjakar 4-6 sml. NA og SA af Óðinsboða. Minni jakar í kring. Sjást vel.

 

19-08-2004 kl. 20:39 Skip.
Erum að sigla framhjá tveimur stórum borgarísjökum á stað 66°06'N 020°01'V. Líklega strandaðir.

 

19-08-2004 kl. 18:00 Litla-Ávík
Nokkuð stór borgarísjaki u.þ.b. 8 km austur af Gjögurvita. Jakabrot strandað við Árnesey í Trékyllisvík.

 

18-08-2004 kl. 17:00 Hraun á Skaga.
Borgarísjaki á skipaleið í norður frá Skagatá.

 

18-08-2004 kl. 16:00 Skip.
Staddir á 66°56'N 018°32'V. Borgarísjaki 30 metra hár og 40-60 metrar á kant, 2 sml. vestur af okkur. Sést vel í ratsjá.

 

17-08-2004 kl. 18:04 Litla-Ávík
Borgarísjaki 6-8 km austur af Selskeri hefur brotnað og bráðnað mikið í dag. Jakabrot í kring.

 

16-08-2004 kl. 10:00 Skip.
Mjög stór ísjaki á stað 66°26'N 021°11'V. Annar 8 sml. sunnar.

 

16-08-2004 kl. 06:00 Skip.
Á stað 66°24'N 22°0'V eru 1-5 borgarísjakar ásamt veltijökum og borgarbrotum.

 

15-08-2004 kl. 03:50 Skip.
Borgarísjaki 5-10 metra hár á stað 66°22,1'N 025°35,4V. Sést í ratsjá.

 

14-08-2004 kl. 17:20 Skip.
Stór borgarísjaki á 66°12,782'N 020°09,074'V. Byrjaður að brotna upp. Smájakar reka til vesturs, þeir sjást illa.

 

13-08-2004 kl. 22:10 Skip.
Stór borgarísjaki á 65°45,4N 026°40'V. Sést vel í ratsjá. Minni jakar allt að 5 sml. suður af jakanum sem sjást illa í ratsjá.

 

13-08-2004 kl. 18:13 Sauðanesviti.
Tveir borgarísjakar í stefnu 340° frá stöðinni. Fjarlægð óviss.

 

13-08-2004 kl. 16:57 Skip.
Fimm borgarísjakar, talsvert stórir, á milli 66°59'N 021°39'V, 66°47'N 021°41'V og 66°46'N 021°23'V. Sjást auðveldlega í ratsjá. Mikið af jökum umhverfis.

 

13-08-2004 kl. 12:03 Litla-Ávík.
Þrír borgarísjakar NA af Gjögurvita u.þ.b. 8-12 km frá landi. Talsvert bil á milli jaka.

 

13-08-2004 kl. 11:00 Skip.
Staddir á 65°56'N 019°51'V. Töluvert magn af jökum í nágrenninu, allt að tveggja metra háir. Varasamt svæði.

 

13-08-2004 Skip.
Borgarís 20-30 m hár og 500m langur á stað 66°47'N 020°46'V. 3-5 minni jakar milli 66°44'N 020°36'V og 66°44'N 020°11,6'V. Sjást allir vel í ratsjá.

 

13-08-2004 kl. 04:13 Skip.
Borgarís á 66°22'N 021°56'V. Sést vel í ratsjá.

 

12-08-2004 kl. 16:53 Skip.
Stór borgarísjaki á 66°12'N 020°08'V. Íshröng og stakir jakar norðan við hann. Hættulegur skipum.

 

12-08-2004 kl. 16:25 Lágmúli á Skaga
Fjórir borgarísjakar. Sá fyrsti er norður af Þursaskeri og er strandaður. Annar er líka norður af Þursaskeri og rekur til suðurs eða suðausturs, íshrafl í kringum jakana. Tveir aðrir borgarísjakar suður af Þursaskeri reka til suðurs. Sjást vel frá landi.

 

12-08-2004 kl. 15:10 Skip.
Ísjaki á stað 66°10,9'N 021°14,7'V. Jakinn er á hraðri leið suður.

 

12-08-2004 kl. 14:55 Lágmúli á Skaga.
Lítill borgarísjaki í suður frá Þursaskeri. Minni jaki sunnar. Eru vestan við siglingaleið. Jakar á reki til suðurs.

 

12-08-2004 kl. 14:45 Skip.
Stór borgarísjaki (u.þ.b. 40 metra upp úr sjó), trúlega strandaður á stað 65°49,418'N 020°19,061'V.. Sést vel í ratsjá. Íshrafl vestan við jakann.

 

11-08-2004 kl. 15:32 Skip
Stór borgarísjaki á stað 66°14'N 020°08'V. Skyggni: Þoka.

 

10-08-2004 kl. 16:12 Skip
66.37N 22.16,5V Sjáum borgarís 3.3SML 286 gr. Sést vel í radar. Dreift íshrafl á svæðinu.

 

10-08-2004 kl. 15:13 Skip
Ísjakar á stað 66.28,3 N 022.20,1 V og á stað 66. 27,1  N  022. 00,9 V.

 

10-08-2004 kl. 10:20 Skip.
Borgarísjaki u.þ.b. 15 m hár á 66°34'N 022°10'V. Íshrafl í kring. Annar jaki er í austur á stað 66°39'N 021°58'V. Báðir sjást vel í ratsjá.

 

10-08-2004 kl. 09:30 Skip.
Borgarísjaki á 66°40'N 021°18'V. Jakinn er um 10-15 metra hár og sést vel í ratsjá.

 

10-08-2004 kl. 18:30 Skip.
Stórir borgarísjakar á stað 66°47,23'N 021°32,18'V og á 66°50,16'N 021°26,38'V. Sjást vel í ratsjá.

 

08-08-2004 kl. 15:18 Skip.
Borgarísjaki á 66°52,53'N 021°22,24'V. Fleiri borgarísjakar sjást í ratsjá í norður og vestur frá skipinu. Skyggni 1 sml.

 

08-08-2004 Skip.
Stór borgarísjaki á 66°15'N 21°14'V. Íshrafl austan við hann.

 

07-08-2004 kl. 18:00 Skip.
Borgarísjakar á 68°0'N 024°54'V.

 

07-08-2004 kl. 17:20 Skip.
Lengd 67° 17,77' N 021° 58,70' V. Fyrir sunnan og austan okkur eru margir stakir ísjakar. Hér á svæðinu hafa verið nokkrir borgarísjakar og ísflekar og virðast þeir vera að brotna í sundur. Getum talið 24 radarmerki á 40 sjómílum.

 

06-08-2004 kl. 18:00 Skip.
Borgarísjakar á 68°24'N 025°36'V.

 

05-08-2004 kl. 16:30 Skip.
Mjög stór borgarísjaki á 67°27'N 020°41'V.

 

05-08-2004 kl. 10:30 Skip
Nokkuð stór borgarísjaki 10 sml. NA af stað 66°49'N 021°39'V.

 

04-08-2004 kl. 18:00 Skip.
Stór borgarísjaki 8-10 sml. norður frá stað 66°49'N 021°17'V.

 

03-08-2004 kl. 22:00 Varðskip.
Höfum í dag séð á leið okkar borgarísjaka, stóra og smáa á eftirtöldum stöðum:

1.    66°46'N    024°51'V        2.    66°46'N    024°54'V

3.    66°45'N    024°59'V        4.    66°54'N    024°17'V

5.    66°56'N    024°08'V        6.    66°52'N    023°14'V

7.    66°50'N    023°16'V        8.    67°04'N    023°11'V

9.    67°01'N    023°19'V      10.    66°59'N    022°48'V
Ofantaldir jakar sjást vel í ratsjá en út frá þeim eru smærri jakabrot sem sjást illa í ratsjá.

 

29-07-2004 kl. 01:44 Skip.
Mjög stórir borgarísjakar á: 66°09,9'N 026°55,3'V og 66°12,4'N 026°59,7'V.

 

27-07-2004 kl. 18:00 Skip.
Stórir borgarísjakar á eftirtöldum stöðum:
1.    66°08,7'N    027°42,5'V        2.    66°01,5'N    027°33,7'V
3.    66°14,3'N    027°22,9'V        4.    66°21,7'N    027°35,0'V 

 

27-07-2004 kl. 11:00 Skip.
Stór ísjaki á stað 67gr 11min nordur og  22gr 13min vestur. Ísmolar í kring. Sést vel í radar.

 

27-07-2004 09:30-10:30 Skip.
6 stórir ísjakar:
1. 66°04,5' N   027°07,8' V
2. 66°11,4' N   027°21,2' V
3. 66°03,9' N   027°14,6' V
4. 66°00,4' N   027°16,2' V
5. 65°58,7' N   027°21,8' V
6. 65°57,7' N   027°36,2' V


 

26-07-2004 Landhelgisgæslan.
Þriðjudaginn 26. júlí 2004 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlitsflug úti fyrir norður og norðvesturlandi. komið var að nokkrum borgarísjökum og jakabrotum á eftirtöldum stöðum .
1. 67°23'N - 020°27'V Borgarísjaki og annar minni, jakabrot umhverfis.
2. 67°12´N - 021°30´V Stakur ísjaki , jakabrot umhverfis.
3. 68°20´N - 022°14´V Nokkrir ísjakar
4. 68°24´N - 022°24´V Nokkrir ísjakar.
5. 68°15'N - 022°31'V Nokkrir ísjakar.
6. 68°00'N - 023°30'V Nokkrir ísjakar.
7. 67°24'N - 022°30'V Margir ísjakar.
8. 67°29'N - 025°07'V Nokkrir ísjakar.
9. 66°46'N - 025°27'V Nokkrir ísjakar.

 

22-07-2004 Landhelgisgæslan.
Fimmtudaginn 22. júlí 2004 fór flugvél landhelgisæglunnar, TF-SYN, í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum.
Fyrst var komið að nokkrum þykkum ísflekum og var staðsetning þeirra sem hér segir:
1.    66°00'N    026°30'V, um 10 m upp úr sjó.
2.    66°50'N    025°00'V, um 10 m upp úr sjó. Flekarnir lágu þaðan til norðurs að stað 67°20'N 025°00'V.
Á stað 67°10'N 025°30'V sáust nokkrir jakar en þá var komin þoka.

 

20-07-2004 kl. 07:30 Skip.
Borgarísjaki u.þ.b. 100m langur og 25m hár á stað 67°11,043'N 23° 25,948'V. Annar borgarísjaki af svipaðri stærð 2 sml. SA af þessari staðsetningu. Nokkur borgarbrot innan 2,5 sml. radíus.

 

16-07-2004 kl. 17:30 Skip.
Margir borgarísjakar á stað 68°41'N 019°42'V.

 

16-07-2004 kl. 16:00 Skip.
Stór ísfleki á 67°15'N 023°29'V. Sést vel í ratsjá.

 

13-07-2004 Landhelgisgæslan.

Þriðjudaginn 13. júlí 2004 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum.
Fyrst var komið að nokkrum þykkum ísflekum og voru staðir þeirra sem hér segir:
1. 66°41'N    026°08'V um 1 km. að lengd og um 10 m upp úr sjó.
2. 66°47'N    026°07'V voru þrír aðeins minni flekar, um 10 m upp úr sjó.
3. 66°52'N    026°08'V einn ísfleki.
4. 66°39'N    025°41'V einn ísfleki.
Norðar sást hluti af megin ísrönd inn í grænlensku lögsögunni og lá hún á milli eftirfarandi punkta.
1. 67°30'N    025°40'V
2. 67°34'N    025°22'V
3. 67°45'N    025°20'V
Þéttleiki ísbrúnarinnar sást ekki þar sem ekki var flogið að ísröndinni.
Grænlandsmegin við lögsögumörkin á milli staða: 67°30'N 024°50'V og 68°10'N 022°00'V var talsvert mikið af stórum ísflekum og borgarís og ísreki þar á milli.
Komið var að einum stökum ísfleka á stað: 67°52'N 020°22'V.
Töluvert af ískönninni fór fram á ratsjá þar sem töluvert var af lágþoku á svæðinu.

 

11-07-2004 kl. 22:00 Skip.
Átta borgarísjakar og minni brot sjást í ratsjá á: 66°52'N 019°10'V og 66°58'N 018°50'V. Geta verið hættulegir skipum.

 

11-07-2004 kl. 11:50 Skip.
Þrír ísjakar sjást á 66°57'N 019°06'V. Sjást vel í ratsjá. Jakahrafl í kringum þá. Lítið rek til suðurs.

 

09-07-2004 kl. 21:25 Skip.
Borgarísjaki á 66°59,108'N 019°10,207'V. Stór ísjaki sem sést vel í ratsjá. Á svæðinu í kring eru minni brot.

 

08-07-2004 kl. 18:30 Landhelgisgæslan.

Ísjaki á 67°00'N 019°30'V.
Stærð á að giska 200-250 metrar í þvermál.

 

30-06-2004 kl. 09:00 Skip.

Stór ísfleki á stað 67°03'N 021°38'V.
Flekinn er um 300 metrar að stærð, lágur á sjó en sést vel í ratsjá.

 

29-06-2004 kl. 09:00 Skip.

Siglt með ísrönd frá stað 68°24'N 020°33'V að 68°00'N 019°40'V. Sést vel í ratsjá.

 

25-06-2004 kl. 18:50 Skip

Stór ísfleki á stað 66°53'N 023°11'V, eða um 25 sml. NNV af Kögri. Stærð flekans er um 300x200 metrar, hæð um 3-5 metrar. Sést vel í ratsjá.

 

23-06-2004 kl. 10:25 Skip.

Erum staddir á 66°26.0'N 026°25.55'V. Sjáum ísrönd vestan við okkur. Einnig íshrafl og stakir jakar á svæðinu. Gott skyggni og sést ágætlega í ratsjá.

 

22-06-2004 kl. 08:30 Skip.

Ísrönd á stað 67°41'N 023°22.2'V. Liggur NA-SV. Íshrafl umhverfis.

 

20-06-2004 kl. 15:55 Skip.

Staddir á 66°56,7'N 023°37,0'V
Ísspöng er í vestur frá þessari staðsetningu og margir jakar umhverfis.

 

09-06-2004 kl. 11:45 Skip.

Staddir á 67°38,1'N 023°18,6'V.
Ísrönd um 4 sjómílur norðvestur frá þessari staðsetningu. Ísröndin liggur suðvestur-norðaustur. Þéttleiki hennar er ekki þekktur en ís samfelldur eins langt og sést.

 

18-04-2004 kl. 18:57 Skip

Borgarís á stað 56°51,1'N 037°08,0'V. Sést vel í ratsjá. Nokkri smáir jakar allt í kring sem sjást ekki í rastjá.

 

18-04-2004 kl. 10:14 Skip

Borgarís á stað 58°31,7'N 031°27,0'V. 

 

16-04-2004 kl. 17.50 Skip

Erum við þétta ísrönd 8-10/10 að þéttleika sem liggur í norðaustur frá stað 66°51'N 026°37'V. Sést vel í ratsjá.

 

16-04-2004 kl. 14:56 Skip.

Höfum siglt með þéttri ísrönd 6-8/10 að þéttleika frá stað 67°11'N 024°08'V að 67°04'N 025°12'V. Virðist liggja þaðan í norðvestur og sést vel í ratsjá.

 

16-04-2004 kl. 06:00 Skip

Höfum í nótt orðið varir við dreifðan rekís og staka jaka frá 67°26'N 022°35'V að 67°26'N 023°26'V. Sést illa í ratsjá.

 

15-04-2004 kl 11:50 Skip

Komum að stökum jökum á stað 67°44'N 020°53'V. Sigldum í SV að stað 67°34'N 021°20'V. Urðum varir við jaka á þessari leið. Sjást illa í ratsjá.

 

01-03-2004 Landhelgisgæslan

Mánudaginn 1. mars 2004 fór flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum. Komið var að ísrönd á stað 67°00'N 024°30'V og var henni fylgt til vesturs um eftirtalda staði:

1.    67°00'N    025°00'V        2.    66°50'N    025°40'V
3.    66°48'N    026°00'V. Þaðan lá ísbrúnin til vestnorðvesturs. 

Þéttleiki ísbrúnarinnar var víðast hvar 1-3/10, en veður var óhagstætt til ískönnunar og er því aðallega um ratsjárathugun að ræða. Næst landi var ísbrúnin um 47 sml. NV af Straumnesi.

 

27-02-2004 Skip
Íshrafl á 67°48'N 019°05'V.

 

12-02-2004. Landhelgisgæslan

Fimmtudaginn 12. febrúar var flugvél Landhelgisgæslunnr TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflugi úti fyrir NV-landi. Komið var að ísnum kl. 11:40 á stað: 66°05'N 028°16'V. Þar var ísinn í formi nýmyndunar en norðar á stað 66°24'N 028°00'V var megin ísbrúnin og var henni fylgt um eftirtalda staði:

 1.    66°30'N    027°00'V         2.    67°02'N    026°28'V
 3.    67°08'N    026°43'V         4.    67°07'N    026°20'V
 5.    67°25'N    024°29'V         6.    67°11'N    024°10'V
 7.    67°28'N    023°45'V. Þaðan lá ísröndin til norðurs samkvæmt ratsjá.

Þéttleiki ísbrúnarinnar var í bland 4-6/10 og 7-9/10. Víðast hvar var mikil nýmyndun og sunnan við 66°24'N var eingöngu um nýmyndun að ræða. Þá voru gisnar ísrastir meðfram brúninni. Næst landi var ísröndin 51 sml. NV af Straumnesi.

 

28-01-2004. Landhelgisgæslan

Miðvikudaginn 28. janúar fór flugvél Landhelgisgæslunnar TF-SYN í eftirlits- og ískönnunarflug úti fyrir NV-landi. Komið var að ísbrúninni kl. 11:00 á stað: 65°20'N og 031°15'V og henni fylgt um eftirtalda staði:

 1.   65°20'N    031°15'V         2.    65°30'N    030°58'V
 3.   65°40'N    031°02'V         4.    65°53'N    029°27'V
 5.   66°08'N    029°14'V         6.    66°02'N    028°15'V
7.    66°02'N    027°40'V         8.    65°42'N    027°22'V
9.    65°36'N    028°25'V        10.   65°37'N    027°15'V
11.  65°40'N    027°00'V        12.   66°12'N    027°22'V
13.  66°25'N    026°15'V        14.   66°41'N    026°28'V
15.  67°01'N    025°28'V        16.   66°58'N    025°10'V
17.  66°42'N    025°20'V        18.   67°°05'N    024°40'V
19.  67°15'N    024°50'V        20.   67°24'N    024°05'V
21.  67°55'N    023°45'V        22.   68°05'N    023°30'V
23.  68°15'N    022°45'V        24.   68°15'N    022°25'V
25.  68°22'N    021°10'V        26.   68°24'N    022°45'V
27.  68°35'N    021°28'V        28.   69°00'N    021°05'V
29.  69°17'N    021°00'V.

Þaðan virtist ísröndin liggja til austurs samkvæmt ratsjá.
Þéttleiki ísbrúnarinnar var víðast hvar 7-9/10 en þó stórar vakir og íslausar rastir á stöku stað. Þar fyrir utan lágu tungur með 4-6/10 hluta þéttleika og þar á milli var töluvert um nýmyndun.
Næst landi var ísröndin:
60 sml. vestur af Bjargtöngum og 50 sml. norðvestur af Deild.

 

 

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica