Hafís í nóvember 1999

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór fjórum sinnum í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í mánuðinum, þ. 4., 8., 12. og 18.

Haf- og borgarístilkynningar í nóvember 1999

Þ. 4. var ísinn næst landi 60 sml. VNV af Barða. Þéttleikinn næst brúninni var 1-3/10 en 4-6/10 innar og þéttist meira er innar dró.

Þ. 8. var ísinn næst landi 40 sml. NV af Straumnesi og 50 sml. NV af Barða. Þéttleiki var 1-3/10 næst brúninni en 4-6/10 og 7-9/10 innar.

Þ. 12. var ísinn næst landi 40 sml. NNV af Kögri. Í sunnanverðri ísbrúninni var þéttleikinn 8-9/10 en norðar 5-7/10.

Þ. 18. var ísinn næst landi 34 sml. NV af Barða, 17 sml. NV af Rit, 32 sml. N af Horni og 42 sml. NA af Horni. Þéttleikinn var syðst 7-9/10 en annars 4-6/10.

Einnig bárust ístilkynningar frá sjófarendum og reyndist sá ís á svipuðum slóðum og sá sem fyrrgreindur er.

Þ. 25. barst tilkynning um borgarís og var hann um það bil 42 sml. V frá Galtarvita.

Norðaustan- og suðvestanáttir skiptust á í Grænlandssundi framan af mánuðinum en undir lok hans varð norðaustanáttin ríkjandi.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica