Hafís í apríl 2000

Sigþrúður Ármannsdóttir 9.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Hafístilkynningar í apríl 2000

Landhelgisgæslan fór einu sinni í ískönnunarflug út af Vestfjörðum í mánuðinum, þ. 28. Næst landi var ísbrúnin 41 sml. NV frá Straumnesi. Ísinn var þar að þéttleika 7-9/10.

Ísfregn barst frá skipi þ. 23. og var ísröndin um það bil 54 sml. VNV af Straumnesi.

Engar tilkynningar bárust um borgarís.

Norðaustanátt var ríkjandi í Grænlandssundi í apríl.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica