Hafís í júní 2002

Sigþrúður Ármannsdóttir 8.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór tvisvar í ískönnunarflug úti fyrir Vestfjörðum í júní, þ. 4. og 11.

Hafís í júní 2002

Þ. 4. var ísbrúnin næst landi 50 sml. NV af Straumnesi. Þéttleiki var 4-6/10 vestantil en austan 26°V var eingöngu kannað með ratsjá vegna þoku sem lá yfir ísnum.

Þ. 11. var enn þoka á svæðinu svo einvörðungu var um ratsjárathugun að ræða. Ekki reyndist unnt að segja til um þéttleika íssins en næst landi var ísbrúnin 63 sml. NV af Straumnesi.

Þ. 29. barst tilkynning frá skipi um ísspöng u.þ.b. 70 sml. vestur af Galtarvita.

Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi í júní.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica