Hafís í desember 2005

Sigþrúður Ármannsdóttir 2.5.2006

Athugið að myndin stækkar ef smellt er á hana.

Landhelgisgæslan fór þrisvar í ískönnunarflug í desember, þ. 6., 16. og 21.

Hafís í desember 2005

Þ. 6. var ísjaðarinn næst landi 50 sml. norðvestur af Straumnesi. Þéttleikinn var 4-6/10 en á milli 66°N og 67°N var hann 7-9/10.

Þ. 16. hafði ísbrúnin færst nær landi og var nú næst landi 22 sml. norður af Kögri. Þéttleikinn var mestan part 4-6/10 en 7-9/10 í tungum.

Þ. 21. hafði ísbrúnin fjarlægst og var næst landi 72 sml. norðvestur af Straumnesi. Þéttleikinn var 7-9/10. Ísdreifar og krapi voru meðfram ísbrúninni, næst landi 67 sml. norðvestur af Barða.

Þ. 5. fór flugvél Flugmálastjórnar í ratsjárflug úti fyrir Vestfjörðum og flaug yfir ísbrúnina. Hún var á svipuðum slóðum og daginn eftir þegar Landhelgisgæslan fór í ískönnunarflug.

Nokkrar hafístilkynningar bárust auk þess frá sjófarendum og voru þær í samræmi við fyrrgreindar fregnir.

Fréttir bárust af og til af borgarís og þá einkum síðari hluta mánaðarins. Þ. 19. var borgarísjaki rétt norður af Skagatá og það sem eftir lifði mánaðar var borgarís úti fyrir Tröllaskaga og rak inn á Eyjafjörð.

Norðaustanátt var tíðust í Grænlandssundi þennan mánuð.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica