2009

Hafís í febrúar 2009

mánaðaryfirlit

Sigrún Karlsdóttir 20.3.2009

Um mánaðamótin janúar og febrúar sýndu upplýsingar frá gervihnattamyndum að hafís var um 55 sjómílur norðnorðvestur af Straumnesvita og um 60 sjómílur norðvestur af Barða. Austan- og norðaustanátt var ríkjandi á Grænlandssundi og var hafísinn því fjarri landi allan mánuðinn. Engin tilkynning barst um hafís frá skipum og Landhelgisgæslan fór ekki í könnunarflug.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica