Hafístilkynningar síðustu 30 daga

24. júl. 2017 17:16 - Byggt á gervitunglamynd

Mjög skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga. Áætlaður hafísjaðar er um 50-60 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

17. júl. 2017 15:54 - Óskilgreind tegund athugunar

Þar sem skýjað hefur verið á Grænlandssundi síðustu daga var ekki mögulegt að gera hafískort.

10. júl. 2017 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Suðvestanáttir til miðvikudags, en snýst síðan í norðaustanátt. Borgarís gæti því nálgast landið næstu tvo sólarhringa.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðar um 62 sml norðnorðvestur af Straumnesi.

03. júl. 2017 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Skýjað hefur verið undanfarna daga á Grænlandssundi og var hafískort gert eftir radar mælingum úr gervitungli (SAR). Stuðst var við radargögn frá 1. júlí við gerð kortsins, en síðustu daga hafa brautir tunglsins verið með þeim hætti að einungis hluti svæðisins hefur verið mældur.
Síðustu viku var suðvestanátt ríkjandi á hafíssvæðinu og færðist meginjaðarinn hratt í átt að landi. Nú mælist hann í um 50 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hann er næst landi. Stakir jakar eða rastir geta verið nær landi en meginjaðarinn sem teiknaður er á kortið.
Spár gera ráð fyrir að norðaustanátt verði ríkjandi á Grænlandssundi frá og með miðvikudegi og út mestalla vikuna. Því ætti ísinn ekki að færast nær landi af völdum vinds þessa viku.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. jún. 2017 14:00 - Byggt á gervitunglamynd

Kortið er teiknað eftir myndum frá Sentinel þ. 25. júní. Hafísjaðarinn var næst landi um 100 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Næstu daga er spáð suðvestanátt á Grænlandssundi, þá gæti ísjaðarinn færst nær landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica