Hafístilkynningar síðustu 30 daga

22. maí 2017 10:20 - Byggt á gervitunglamynd

Byggt á gerfitunglamynd 22.5.2017 kl. 10:20. Ísinn er þéttur næst landi, en gisinn við miðlínu milli Íslands og Grænlands. Sums staðar eru stærri breiður af ís með auðum svæðum ámilli.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. maí 2017 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt á myndum úr Sentinel gervitunglinu 13. til 15. maí. Hafísröndin næst landi tæpar 100 sjómílur norðvestur af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

11. maí 2017 13:55 - Flug Landhelgisgæslunnar

Komum að ísdreifum en sáum ekki til meginísrandarinnar sem var NV af línunni sem við drógum ásamt ísdreifunum.

Hnit á hafísjaðri

  • 67:31.0N,24:58.0V
  • 67:28.0N,25:16.0V
  • 67:26.0N,25:57.0V
  • 67:15.0N,26:37.0V
  • 67:05.0N,26:30.0V
  • 67:03.0N,26:06.0V
  • 66:51.0N,26:25.0V
  • 66:39.0N,27:07.0V
  • 66:24.0N,27:26.0V

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Sea ice map

08. maí 2017 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt á myndum frá Sentinel og AVHRR. Hafísjaðarinn er nú um 55 sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Fremur hægum vindi er spáð næsta sólarhringinn á Grænlandssundi og á því tímabili gæti hafísjaðarinn færst nær landinu. Annað kvöld gengur í hvassa norðaustanátt sem líkur eru á að haldist út vikuna og við slíkar aðstæður hefur hafísinn tilhneigingu til að þjappast upp að austurströnd Grænlands og færast fjær Íslandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. maí 2017 03:21 - Byggt á gervitunglamynd

Ískort byggt myndum á Severi- og Sentinel-gervitunglanna. Norðaustanátt næsta sólarhring, snýst síðan í suðvestanátt, þ.a. líkur á að borgarís nálgist landið aukast þegar líður á vikuna.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Ísjaðarinn er um 80 sml norðnorðvestur af Straumnesi.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica