Hafístilkynningar síðustu 30 daga

21. maí 2018 14:23 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er um 55 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en stakir jakar eða spangir geta verið nær landi. Hafísinn hefur nálgast landið allhratt síðustu daga. Suðaustanátt á morgun, en suðvestlægar áttir síðar í vikunni og getur því hafísinn færst enn nær og því vert að fylgjast með þróuninni.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

14. maí 2018 13:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort var gert eftir gervitunglagögnum frá laugardeginum 12. maí 2018. Þá bárust radarmyndir af hafíssvæðinu og auk þess var hálfskýjað á svæðinu þannig að það sást til hafíssins á hefðbundnum tunglmyndum einnig. Í gær og í dag (sun. og mán.) hefur verið skýjað á hafíssvæðinu og radargögn ekki borist.
Meginröndin mældist vera um 85 sjómílur frá Straumnesi þar sem hún var næst landi. Stakir jakar og rastir gætu verið nær landi. Suðvestlægar áttir verða algengar á Grænlandssundi þessa vikuna og gæti því hafísinn nálgast landið.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

07. maí 2018 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn er næst landi um 30 sjómílur NNV af Straumnesi. Spáð er norðaustanátt á svæðinu næstu daga og því líklegt að hafísinn fjarlægist.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

30. apr. 2018 19:06 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn er um 57 sjómílur frá Straumnesi. Byggt á gervitunglamyndum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

24. apr. 2018 14:57 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísröndin er nú 80 sjómílur frá Straumnesvita. Byggt á gervitunglamyndum.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica