Hafístilkynningar - 2018

16. apr. 2018 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Þar sem skýjað hefur verið að undanförnu, þá er hafískort dönsku veðurstofunnar notað til hliðsjónar. Ekki er útilokað að einhvern ís sé að finna nær Íslandi en línan gefur til kynna en svo virðist sem hafísinn sé um 80 nM NV af Straumnesi og er það aðallega um vel brotinn ís og spangir að ræða.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

09. apr. 2018 16:37 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðarinn er nú staddur um 65 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Skýjað hefur verið lengi á vestanverðu kortinu og því erfitt að segja til um hvar hafísjaðarinn liggur þar.
Útlit er fyrir að sunnan- og austlægar áttir verða ríkjandi næstu viku, og því má gera ráð fyrir að hafísinn færist nær Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. apr. 2018 13:55 - Byggt á gervitunglamynd

Frekar óljósar myndir af hafísnum síðustu daga, en áætlaður hafísjaðar er um 90 sjómílur norðvestur af Straumnesi. Norðaustlægar áttir verða ríkjandi næstu daga.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. mar. 2018 15:00 - Byggt á gervitunglamynd

Teiknað eftir gervitunglamynd Sentinel tunglsins frá sunnudeginum 25. mars. Hafísjaðarinn um 85 sjómílur norðvestur af Straumnesi, en ísinn þar er gisinn.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

19. mar. 2018 14:13 - Byggt á gervitunglamynd

Þéttur hafís með allri Grænlandsströnd sést vel á gervitunglamyndum Sentinel-tunglsins. Suðvestanáttir næstu tvo daga geta flutt borgarís nær landi, en síðan snýst í norðaustanátt sem bægir borgarís frá landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Hafísjaðarinn er um 81 sml norðvestur af Straumnesi.

12. mar. 2018 16:00 - Byggt á gervitunglamynd

Heiðskírt var á stórum hluta hafíssvæðisins síðdegis í gær (sun. 11. mars 2018) og var hafískort teiknað eftir tunglmyndum. Meginröndin var vel sýnileg og mældist hún í 98 sjómílna fjarlægð frá Straumnesi þar sem hún var næst landi.
Norðaustanátt hefur verið allsráðandi á Grænlandssundi allan marsmánuð. Veðurspár gera ráð fyrir að norðaustanáttin verði áfram ríkjandi á svæðinu alla vikuna og ætti hafísinn því að haldast áfram fjarri landi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

05. mar. 2018 15:44 - Byggt á gervitunglamynd

Töluvert af skýjum hafa verið á Grænlandssundi að undanförnu en þó virðist sem hafísinn sé alllangt vestur af landinun en næst landi er hann um 75 nm NV af Straumnesi. Með norðaustanátt næstu daga eru litlar líkur á að hann komi nær landinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

26. feb. 2018 15:30 - Byggt á gervitunglamynd

Suðlægar og suðvestlægar áttir ríkjandi á Grænlandssundi fram á miðvikudag og því er líklegt að hafísinn fer til norðausturs eða austurs. Norðaustanátt ríkjandi frá miðvikudegi og því má búast við að hafísinn komi til suðurs en að hann haldi sér þó nálægt Grænlandi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

18. feb. 2018 08:21 - Byggt á gervitunglamynd

Vegna tækiörðuleika er ekki hægt að teikna ískort, en meðfylgjandi mynd sýnir ísjaðarinn sem er all langt frá Vestjförðum. Myndin er frá sunnudagsmorgni, 18. febrúar.
Kort verður gert um leið og unt er.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

20. jan. 2018 14:31 - Byggt á gervitunglamynd

Viðvarandi norðaustanátt hefur þjappað hafísnum nokkuð þétt upp að Grænlandi og virðist lítið vera um dreyfðan ís. Næst Íslandi virðist ísinn vera um 90 nM NV af Straumnesi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

15. jan. 2018 13:30 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísjaðar er nú um 100 sjómílur norðvestur af Barði. Áframhaldandi norðaustanáttir verða á svæðinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

14. jan. 2018 10:50 - Skip

Tilkynnt um borgarísjaka kl: 1050 í morgun á stað 66°11,5 N - 021°09,5 W
Að sögn skipstjóra var hann á mjög hægri ferð A-SA

08. jan. 2018 14:26 - Byggt á gervitunglamynd

Hafískort byggt á gervitunglamyndum, einkum Sentinel-1 ratsjártunglinu.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

02. jan. 2018 15:30 - Athugun frá landi

Stakur borgarísjaki er í um 3. km NA af Reykjaneshyrnu, rekur í austur í Húnaflóa.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd

01. jan. 2018 12:00 - Byggt á gervitunglamynd

Hafísinn er næst landi um 55 sjómílur norðvestur af Kópi.

Kort og myndir

Styddu til að skoða stærri mynd
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica