Aurskriður - forvarnir

Aurskriður - forvarnir

Af síðu almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra 10.01.2007 með góðfúslegu leyfi.

Forvarnir

Forðist að vera utandyra

  • Haldið ykkur innandyra og farið alls ekki í fjalllendi þar sem hætta er á aurskriðum.

Dvalarstaður öryggisráðstafanir

  • Dveljið þeim megin í íbúðinni sem snýr undan fjallshlíðinni. Gluggum og millihurðum skal tryggilega lokað. Setjið hlera fyrir þá glugga sem að fjallinu snúa.

Kjallarar

  • Dveljið ekki í kjöllurum húsa nema þeir séu alveg niðurgrafnir og með steyptri loftplötu.

Stöðutilkynningar

  • Þeir sem búa eða dvelja afskekkt komi á síma- eða talstöðvasambandi við aðila utan hættusvæðis og láti heyra frá sér reglulega.

Rýming

  • Ef lögreglustjóri gefur út fyrirmæli um rýmingu er íbúum skylt að rýma hús sín. Almannavarnir í héraði opna fjöldahjálparstöð og halda skráningu um dvalarstaði fólks þar til því er heimilt að fara til síns heima.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica