• Viðvörun

    Búist er við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) á landinu í kvöld og á morgun. Gildir til 25.03.2017 00:00 Meira

Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Það eru óstöðug snjóalög víða til fjalla og ástæða til að fara með mikilli varúð um fjalllendi. Í gær, þriðjudag, settu skíðamenn af stað flóð bæði á norðanverðum Vestfjörðum og á Tröllaskaga.
Talsvert hefur bætt á snjó til fjalla en lítið í byggð. Á N-Vestfjörðum er veikt lag með köntuðum kristöllum víða grafið undir um 50 cm vindfleka.  Brot í þessu veika lagi hefur ríka tilhneigingu til að breiðast út sem er mjög skýrt hættumerki fyrir fólk á ferðinni um fjalllendi. Nokkur flekahlaup hafa fallið á N-Vestfjörðum. Á Tröllaskaga hafa einnig sést mjög veik lög og mörg flekahlaup fallið undanfarið, sum mjög breið. Mörg ný flóð sáust í dag þegar sólin tók að skína og er ekki ljóst hvort hún hafi komið einhverjum þeirra af stað. Á Austfjörðum hefur bætt mikið á snjó til fjalla og féllu nokkur flekaflóð í síðustu viku. Tvö flekaflóð féllu norðan skíðasvæðisins í Bláfjöllum í V-vísandi brekkum um helgina.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 22. mar. 12:59

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Mikil hætta

Í byrjun mánaðarins myndaðist mjög veikt lag af köntuðum kristöllum í snjónum sem hefur sést vel í gryfjum. Þrjár snjógryfjur sem teknar voru í dag miðvikudag, sýna allar þetta veika lag mjög greinilega og hefur brot á þessu lagi mikla tilhneigingu til að breiðast út sem er skýrt hættumerki fyrir fólk á ferðinni um fjalllendi. Náttúruleg snjóflóð og snjóflóð af mannavöldum hafa fallið á þessu lagi. Á þriðjudag settu skíðamenn af stað flóð bæði í Hesteyrarfirði og í Súgandafirði og vitað er um náttúruleg flekaflóð sem féllu á mánudag og þriðjudag í Súgandafirði og í Hádegisfjalli við Bolungarvík. Á fimmtudag hlýnar talsvert með hláku og þá getur snjóflóðahætta aukist tímabundið.
Gildir frá: 22. mar. 16:00 - Gildir til: 24. mar. 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Mikil hætta

Töluvert hefur bætt á snjó inn til dala innantil á Tröllaskaga sl. viku. Í byrjun mánaðarins myndaðist mikið yfirborðshrím víða á svæðinu. Þetta hrím hefur fundist grafið í N- og V-vísandi hlíðum utantil á svæðinu en mikill breytileiki er í snjóþekjunni nærri hryggjum og brúnum þar sem vindur hefur verið breytilegur. Í síðustu viku féllu nokkur flekaflóð í A-vísandi fjallsbrúnum í tvígang, í kjölfarið af V- og N-lægum skafrenningi. Talsverður óstöðugleiki var í vindfleka í Hlíðarfjalli á sunnud. í A- og S-vísandi brekkum. Snjógryfjur á Siglufirði sýna mjög veikt lag með köntuðum kristöllum sem víða er undir um 60 cm nýsnævi í A-lægu viðhorfi. Brot í því hefur ríka tilhneigingu til útbreiðslu. Á mánud.-þriðjud. sáust mörg býsna breið flekahlaup víða á svæðinu í kjölfarið af minniháttar snjókomu í vindi sem sveiflaðist á bilinu N-A. Brettamenn settu af stað flekahlaup í Skarðsdal á þriðjud. Á morgun fimmtud spáir S-hláku og er þá búist við að óstöðugleiki geti aukist hratt þar til kólna fer aftur um kvöldið. Rétt er því að fara varlega um fjöllin og forðast brekkur þar sem vindfleki hefur byggst upp.
Gildir frá: 22. mar. 12:00 - Gildir til: 24. mar. 16:00

Austfirðir

Töluverð hætta

Éljaloft hefur verið á Austfjörðum undanfarna daga og hefur bætt talsvert á snjó. Snjórinn er nokkuð jafndreifður en ofarlega í fjöllum hefur hann einnig safnast til í vestur hlíðar eftir austan skafrenning þann 18.3. Ekki er vitað um nein snjóflóð síðan á föstudag 17. mars en þá féllu talsvert af lausaflóðum og einnig eitt flekaflóð. Hlýnandi veður og hláka á morgun fimmtudag og þá má gera ráð fyrir að nýi snjórinn geti orðið varasamur í bröttum brekkum og þá sérstaklega ofarlega í fjöllum.
Gildir frá: 22. mar. 16:00 - Gildir til: 24. mar. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Hæglætis veður í dag miðvikudag víðast hvar en tekur að hlýna með kvöldinu og verður komin S-SA hvassviðri á morgun með hlýindum og rigningu. Talsverð úrkoma um landið sunnan og vestanvert
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 22. mar. 15:53


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

NánarAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica