Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Snjóflóð hafa fallið á nokkrum stöðum undanfarna tvo daga, einnig af mannavöldum. Mikið snjóaði á SV horninu aðfararnótt sunnudags og má búast við snjókomu til fjalla í öðrum landshlutum í dag, sunnudag. Gera þarf ráð fyrir óstöðugum vindflekum til fjalla í á landinu öllu.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 26. feb. 13:21

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Töluverð hætta

Aðeins hefur bætt á snjó og skafið í SV átt. Lítil snjóflóð féllu í gær, laugardag, í Kirkjubólshlíð og Seljalandshlíð. Í dag, sunnudag, er spáð úrkomu eftir hádegið í NA-átt. Það verður rigning í fyrstu en það kólnar og ætti að snjóa á láglendi á sunnudagskvöld. Það gæti orðið talsverður snjóflutningur og má reikna með að óstöðugir flekar geti myndast í S og V vísandi hlíðum.
Gildir frá: 26. feb. 13:00 - Gildir til: 27. feb. 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Töluverð hætta

Í dag, laugardag, hefur verið skafrenningur í SV átt og hafa nokkur snjóflóð fallið í nágrenni við Dalvík og Ólafsfjörð, en ekki hefur orðið vart við snjóflóð við Siglufjörð. Stærsta flóðið er í A-vísandi hlíð í Mjóageira í Bæjarfjalli við Dalvík. Á föstudag fór flóð af mannavöldum í Hlíðarfjalli. Á morgun, sunnudag er spáð snjókomu í NA átt. Það þarf því að gera ráð fyrir óstöðugum vindflekum til fjalla.
Gildir frá: 25. feb. 20:00 - Gildir til: 27. feb. 16:00

Austfirðir

Töluverð hætta

Á föstudag var snjósöfnun í fjöll í SA hvassviðri. Eftir það hlýnaði og kólnaði aftur. Dálítil hreyfing hefur verið í nýja snjónum, blautar spýjur eftir að hlýnaði. Efst í fjöllum er snjórinn þurrari og hefur dregið í skafla. Á morgun, sunnudag, er spáð snjókomu í austan átt og á mánudag er einhver snjókoma eða éljagangur í norðan átt. Vindflekar geta myndast til fjalla sem gætu orðið óstöðugir.
Gildir frá: 25. feb. 20:00 - Gildir til: 27. feb. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Spáð er miklu hvassviðri víða um land á föstudag í SA og A áttum og hlýnandi veðri. Þessu fylgir snjókoma víða sem breytist í rigningu.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 24. feb. 00:30


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

NánarAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica