Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Eldri snjór er talinn nokkuð stöðugur eftir umhleypingar. Skafrenningur hefur verið til fjalla í stífri norðanátt og éljum í vikunni og má búast við að afmarkaðir þunnir vindflekar séu fjöllum og þá helst í hlíðum sem vísa til suðurs.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 08. des. 15:15

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Nokkur hætta

Eldri snjór hefur gengið í gegnum umhleypingar og er talinn almennt stöðugur. Í fjöllum er um 20 - 30 cm af nýsnævi og skafsnjó. Þessi snjór er aðalega í giljum og suðurvísandi hlíðum. Gryfja í Seljalandsdal sýndi ágætis bindingu milli nýja og gamla snævarins. Hæglætis veður um helgina og kalt í veðri og við þannig aðstæður geta myndast veikleikar í snjónum.
Gildir frá: 08. des. 16:00 - Gildir til: 11. des. 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Nokkur hætta

Eldri snjór hefur gengið í gegnum umhleypingar og er talinn almennt stöðugur. Ofarlega í fjöllum er nýsnævi og skafsnjór sem er lítill að magni til. Ekki hafa borist fréttir af nýlegum snjóflóðum. Hæglætis veður um helgina og talsvert frost sem gæti veikt snjóþekjuna. Gera má ráð fyrir afmörkuðum þunnum vindflekum í hlíðum sem vísa til suðurs ofarlega í fjöllum.
Gildir frá: 08. des. 16:00 - Gildir til: 11. des. 16:00

Austfirðir

Nokkur hætta

Eldri snjór hefur gengið í gegnum umhleypingar og er talinn almennt stöðugur. Ofaná þessum gamla snjó er skafsnjór eftir norðan hvassviðri fimmtudag og föstudag. Ekki hafa borist fréttir af nýlegum snjóflóðum. Minnkandi norðanátt um helgina, úrkomulítið og talsvert frost sem getur stuðlað að myndun veikra laga í snjónum. Gera má ráð fyrir afmörkuðum vindflekum í hlíðum sem vísa til suðurs.
Gildir frá: 08. des. 16:00 - Gildir til: 11. des. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Hæg norðlæg eða breytileg átt um helgina, hvassat á annesjum Austanlands. TAlsvert frost og úrkomulítið
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 08. des. 16:04


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica