Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Hlýtt frá því í gær, þriðjudag. Snjóflóð hafa fallið í hlýindunum en talið er að snjóþekjan sé að styrkjast. Veikleikar geta þó enn verið til staðar efst í fjöllum, sérstaklega þar sem mest var af nýjum snjó. Þá er möguleiki á að setja af stað lausaflóð á meðan það er þíða.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 26. apr. 15:09

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Nokkur hætta

Það hlýnaði töluvert á þriðjudag og hiti hefur verið yfir frostmarki til fjalla. Flekaflóð hafa fallið í hlýindunum í Kirkjubólshlíð. Á fimmtudag er spáð kólnandi veðri og snjóar til fjalla í hægum vindi. Snjóþekjan er talin vera að styrkjast og styrkist enn frekar þegar kólnar á morgun. Lagskipting getur þó enn verið í snjónum sérstaklega í brekkum ofarlega í fjöllum sem vísa í NA-A-SA. Þá er möguleiki á að setja af stað lausaflóð á meðan það er þíða.
Gildir frá: 26. apr. 15:30 - Gildir til: 28. apr. 14:00

Utanverður Tröllaskagi

Nokkur hætta

Það hlýnaði töluvert á þriðjudag og hiti hefur verið yfir frostmarki til fjalla. Smáspýjur hafa fallið og eitt flekaflóð í Finninum við Ólafsfjörð. Á fimmtudag er spáð kólnandi veðri. Fyrir hlýindin var mikill veikleiki undir vindfleka í brekkum sem vísa í A og SA. Snjóþekjan er talin vera að styrkjast og styrkist enn frekar þegar kólnar á morgun. Óstöðugleiki getur þó verið enn til staðar sérstaklega ofarlega í fjöllum í brekum með austlægt viðhorf. Þá er möguleiki á að setja af stað lausaflóð á meðan það er þíða.
Gildir frá: 26. apr. 15:30 - Gildir til: 28. apr. 14:00

Austfirðir

Lítil hætta

Það hlýnaði töluvert á þriðjudag og hiti hefur verið yfir frostmarki til fjalla. Lítill nýr snjór var fyrir hlýindin og er hann talinn hafa styrkst. Helst er að veikleikar geti verið efst í fjöllum þar sem mikill nýr snjór var fyrir hlýindin og það er möguleiki að setja af stað lausaflóð á meðan það er þíða.
Gildir frá: 26. apr. 15:30 - Gildir til: 28. apr. 14:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Hlýindi í dag, miðvikudag. Kólnar aftur á fimmtudag. Snjókoma til fjalla á Vesturlandi í hægum vindi á fimmtudagskvöld.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 26. apr. 15:12


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

NánarAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica