Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Víða er mikill snjór á landinu en í nótt hlánaði töluvert um mest allt land, efstu tindar gætu þó hafa sloppið. Það er óljóst ennþá hvort mikil hláka verði á miðvikudag aftur
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 19. feb. 19:23

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Nokkur hætta

Það snjóaði nokkuð í nótt í fremur hægri A-lægri átt. Spýjur féllu þegar hlýnaði í morgun í yfirborðinu og virðist snjórinn undir vera stöðugri. Á föstud. voru víða vindflekar og nokkuð mikill snjór til fjalla. Kólnandi S-SV átt með éljum á þri gæti myndað staðbundna vindfleka en á mið lítur út fyrir A-SA hvassviðri með hláku. Sú spá er ennþá mjög óljós en viðbúið er að þá aukist snjóflóðahætta.
Gildir frá: 19. feb. 16:00 - Gildir til: 21. feb. 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Nokkur hætta

Nokkur snjóflóð féllu í A-lægri átt fyrir helgi en skafrenningur var einnig af SV. Um helgina virtist snjórinn víðast býsna stöðugur og ekki mikill lausasnjór ofaná eldri stöðugum snjó. Aðfaranótt mánudags þiðnaði langt upp en frost virðist hafa haldist á efstu tindum að mestu. Staðbundnir vindflekar gætu myndast í SV-skafrenningi á þri en á mið er búist við að kröpp lægði gangi yfir landið. Veðurspár eru enn óstöðugar en búast má við snarpri hláku samfara þessari lægð í hvassri A-lægri átt.
Gildir frá: 19. feb. 16:00 - Gildir til: 21. feb. 16:00

Austfirðir

Nokkur hætta

Um helgina var talsvert nýsnævi á fjöllum og var það víða laust í sér í yfirborðinu en vindfleki undir. Í morgun féllu vot flóð í Norðfirði og tók töluvert upp í rigningu. SA-áhlaup á mið gæti valdið óstöðugleika. Veðurspár eru enn mjög óstöðugar en búast má við A-lægu hvassviðri með snjókomu fyrst og síðar rigningu.
Gildir frá: 19. feb. 16:00 - Gildir til: 21. feb. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

SV-él í nótt en á miðvikudag er búist við A-lægum stormi með talsverðri úrkomu en sú spá er óljós ennþá.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 19. feb. 19:26


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

Nánar

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica