Spá um snjóflóðahættu

Mat á snjóflóðaaðstæðum

Hiti hækkaði um 10-15 °C á föstudag en ekki varð vart við snjóflóð af þess völdum. Spáð er áframhaldandi hlýju veðri og einhverri úrkomu, víðast rigningu eða slyddu, um helgina sem getur valdið blautum snjóflóðum þar sem snjór safnaðist í vikunni.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 20. jan. 16:37

Snjóflóðaspá fyrir valin svæði

Norðanverðir Vestfirðir

Nokkur hætta

Nokkuð safnaðist af nýsnævi ofan á stöðug eldri snjóalög í éljagangi í vikunni. Hlýindi á föstudag og yfir helgina geta valdið hættu á blautum snjóflóðum, sérstaklega þar sem snjór hefur safnast í skafrenningi undanfarna daga. Ekki hafa borist fréttir af snjóflóðum undanfarna daga.
Gildir frá: 20. jan. 16:50 - Gildir til: 23. jan. 16:00

Utanverður Tröllaskagi

Nokkur hætta

Nokkuð safnaðist af nýsnævi ofan á stöðug eldri snjóalög í éljagangi í vikunni. Hlýindi á föstudag og yfir helgina geta valdið hættu á blautum snjóflóðum, sérstaklega þar sem snjór hefur safnast í skafrenningi undanfarna daga. Ekki hafa borist fréttir af snjóflóðum undanfarna daga.
Gildir frá: 20. jan. 16:50 - Gildir til: 23. jan. 16:00

Austfirðir

Nokkur hætta

Lítið hefur snjóað undanfarna daga og snjóalög eru almennt stöðug. Hlýindi á föstudag og yfir helgina geta valdið hættu á blautum snjóflóðum. Ekki hafa borist fréttir af snjóflóðum undanfarna daga.
Gildir frá: 20. jan. 16:50 - Gildir til: 23. jan. 16:00

Veðurútlit með tilliti til snjóflóða

Um helgina er gert ráð fyrir suðlægum áttum, fremur hlýju veðri, skúrum eða éljum og kólnar smám saman eftir því sem líður á helgina. Á mánudag hlýnar aftur þegar skil með nokkurri úrkomu ganga yfir landið.
Skrifað af vakthafandi sérfræðingi 20. jan. 16:29


Snjóflóðahættutafla

Snjóflóðaspá er unnin eftir alþjóðlegri töflu.
Nánar


Um spárnar

Snjóflóðaspá er gerð mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16 og uppfærð oftar ef þurfa þykir.

Spáin gildir fyrir stór landsvæði, ekki einstök gil, og er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga. Spáin þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð.

NánarAðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica