Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • fös. 19. apr.

    Töluverð hætta
  • lau. 20. apr.

    Töluverð hætta
  • sun. 21. apr.

    Töluverð hætta

Þykkir lagskiptir vindflekar ofan á hjarn, veikleiki er þar á milli. Áköf hláka um helgina og búast má við stórum votum flóðum.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Eftir langvarandi NA áttir og skafrenning.

Áköf hláka um helgina gæti komið af stað stórum votum flóðum.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Þykkir lagskiptir vindflekar liggja ofan á hjarni og hefur veikleiki fundist þar á milli. Snjór var talinn orðinn sæmilega stöðugur en umferð fólks um brattar brekkur og gil gæti sett af stað snjóflóð, einkum á stöðum þar sem grynnra er á veiku lögin, í ávölu landslagi og í kringum grjót eða kletta. Ný snjór safnast seinnipart föstudags en svo rignir í hann beint í kjölfarið og rignir fram á sunnudagsmorgun, líkur á votum flóðum, sem gætu orðið stór.

Nýleg snjóflóð

Nokkur lítil snjóflóð féllu í Kirkjubólshlíð snemma í síðustu viku.

Veður og veðurspá

SA-átt og snjókoma um tíma seinnipartinn á föstudag en hlýnar þegar líður á kvöldið, snýr í fremur stífa S/SV átt og fer að rigna í öllum hæðum. Rigning getur verið talsverð um tíma á laugardag og fram á sunnudagsmorgun og hlýtt í veðri.

Spá gerð: 18. apr. 15:42. Gildir til: 19. apr. 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica