Íslensk eldfjöll

Þenslumælar og mælieiningar

Hugmyndin að baki þenslumælum er einföld en smíði þeirra er nokkurt vandaverk. Þeir eru vökvafylltir stálsívalningar þar sem rúmmálsbreytingar valda vökvaflæði í mælinum sem numið er.

þenslumælir

Mynd 1. Myndin sýnir þversnið af þenslumæli. Við þenslubreytingar í berginu við mælinn streymir vökvi milli hólfa í mælinum og hreyfir nema sem tengdur er við belginn. Lokan er til að núllstilla mælinn ef mikið rek er í mælingunum. Kjarninn er til að auka næmni mælisins en sandur er minna samþjappanlegur en vökvinn. Loftið er samþjappanlegt og verður að vera til þess að vökvinn geti streymt á milli hólfa.

Við þenslumælingar er notuð mælieining sem kölluð er strein. Streineiningin er í raun einingarlaus stærð þar sem hún sýnir hlutfall rúmmálsbreytingar (t.d. m3) og upphaflegs rúmmáls (einnig m3).

Í umfjöllun er hentugt að nota einn þúsund milljónasta hluta en það er nanostrein, þ.e. 1*10-9 strein. Breyting um 1 nanostrein táknar að berg sem var rúmkílómetri hafi breyst um 1 rúmmetra eða að 1 rúmmetri breytist um einn þúsundasta úr millilítra sem er rúmmillimetri.

Einn rúmmetri sem dreifist á einn ferkílómetra er einn þúsundasti millimetri (1*10-6 m) að þykkt. Ef kubbi, sem væri 1 km á kant, væri þjappað saman um 1 þúsundasta af mm í eina stefnu næmi sem sagt þensla eða bjögun hans einu nanóstreini.

Breytingar í jarðföllum og vegna loftþrýstingsbreytinga nema nokkrum tugum nanostreina. Næmni mælanna er um 1*10-11 nanóstrein.

Svokallað jarðsuð, sem er órói af völdum vinds, brims, starfsemi manna og fleiri þekktum og óþekktum ástæðum, er á því stærðarþrepi.

Spurningunni Hvað nema þenslumælar?“ er svarað í annarri fróðleiksgrein.







Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica