Íslensk eldfjöll

Jarðskjálftavirkni á Íslandi

Jarðskjálftavirkni á Íslandi skýrist verulega af legu landsins á Miðatlantshafshryggnum. Um hrygginn er gliðnum sem hér við land nemur u.þ.b. 2 sm á ári.

Miðatlantshafshryggnum er skipt í hluta sem bera sérstök nöfn. Fyrir sunnan land er Reykjaneshryggur sem kemur á land við Reykjanes. Þar hliðrast hann til austurs að eystra gosbeltinu og fylgir því síðan þvert yfir landið og norður í Kelduhverfi og Melrakkasléttu. Síðan hliðrast hann um Tjörnesbrotabeltið til norðvesturs í Kolbeinseyjarhrygg.

Á meginhluta hryggjarins, þar sem opnun eða gliðnun er ríkjandi hreyfing, eru eldvirk svæði. Jarðskjálftar eru þar algengir en þeir fara sjaldan yfir stærðina 5 á Richterskvarða.

Þar sem hryggurinn hliðrast til, eins og á þvergengissvæðunum á Suðurlandi og fyrir Norðurlandi, eru jarðskjálftar tíðari en á gliðnunarsvæðunum og geta orðið stærri, náð stærðinni 7 og jafnvel ríflega það.

Á þvergengissvæðunum eru sniðgengi ríkjandi hreyfing í jarðskjálftum.

jarðskjálftakort af Íslandi

Mynd 1. Jarðskjálftavirkni á Íslandi 1994 til 2000. Myndin sýnir einnig eldvirku svæðin og megineldstöðvarnar (Myndvinnsla: Gunnar B. Guðmundsson 2001).







Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica