Fréttir
Sigketill í Bárðarbungu 21. janúar 2015.

Jarðskjálfti af stærð 4 í Bárðarbungu

Hrina á kosningadaginn

27.6.2016

Jarðskjálfti af stærð 4,0 varð á norðurbrún Bárðarbunguöskjunnar kl. 13:17, laugardaginn 25. júní 2016. Um tuttugu eftirskjálftar fylgdu strax í kjölfarið, þeir stærstu mældust 3,2 kl. 13:18 og 3,9 kl. 13:45.

Einnig mældist skjálfti af stærð 3,5 á suðurbrún Bárðarbunguöskjunnar kl. 07:19 sama morgun.

Fyrsti skjálftinn í þessari hrinu er þriðji stærsti skjálfti frá goslokum í Holuhrauni í febrúar 2015. Alls hafa mælst 55 jarðskjálftar stærri en 3 og þrír skjálftar stærri en 4 síðan þá.

Í síðustu viku fundaði vísindaráð almannavarna um Bárðarbungu og sendi frá sér samantekt um stöðuna frá goslokum .





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica