• Viðvörun

    Búist er við talsverðri eða mikilli rigningu á Suðausturlandi fram undir morgun, en á Austfjörðum fram að hádegi. Á þessum svæðum má búast við vatnavöxtum og auknum líkum á skriðuföllum. Gildir til 21.10.2017 00:00 Meira
Fréttir
Hamarsfjörður
Hamarsfjörður 27. september 2017.

Mikil flóð á Austurlandi

27.9.2017

Miklir vatnavextir eru nú í ám og lækjum á Austurlandi og Suðausturlandi og hækkað vatnsborð í Fljótsdal. Starfsmenn Veðurstofunnar vinna að því að skrá og safna upplýsingum um atburðinn.

Við viljum vekja athygli á því að Veðurstofan þiggur með þökkum ljósmyndir, myndskeið og aðrar upplýsingar sem okkur kunna að berast um flóðin. Það er einkar hjálplegt að fá yfirlitsmyndir af útbreiðslu flóðsins og mjög gagnlegt að þær sýni  mannvirki eða önnur auðþekkjanleg kennileiti.

Unnt er að hlaða þessum upplýsingum inn á slóð hér á vefnum .

Jafnframt viljum við eindregið vara við því að vatnsflaumurinn er afar varasamur og mikilvægt að taka enga áhættu. 

Ef eitthvað er óljóst varðandi það að koma gögnunum til okkar má senda tölvupóst á vedur@vedur.is eða hafa samband í síma á skrifstofutíma og biðja um sérfræðing í flóðarannsóknum.

Fljótsdalur

Fljótsdalur

Fljótsdalur 27. september 2017. Sveinn Ingimarsson tók myndirnar.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica