Fréttir
Kleifarvatn. Jarðhitasvæðið við Lambatanga
Kleifarvatn. Jarðhitasvæðið við Lambatanga

Jarðskjálftayfirlit 5. - 11. nóvember 2007

13.11.2007

Ríflega 200 skjálftar voru staðsettir í vikunni. Enn mældust skjálftar undir Herðubreiðartöglum og austan Upptyppinga, en hrinur hafa staðið yfir þar síðustu vikur. Þá mældust nokkrir skjálftar í Bárðarbungu, líkt og í síðustu viku. Út vikuna var virkni viðvarandi norðan Langjökuls við Hundavötn og lítil hrina varð 7. nóvember rétt norðan Geitafells, þar sem 16 skjálfar voru staðsettir.
Einn skjálfti mældist á landgrunninu austur af Austfjörðum. Skjálfti, sem varð undir Kleifarvatni á þriðjudagskvöld, fannst í Hafnarfirði.

Sjá nánar á yfirliti vikunnar.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica