Fréttir
jökulbreiða úr lofti
Vestanverður Vatnajökull 25. febrúar 1986, horft til austurs.
1 2
næsta

Rannsóknir á jökulhlaupum í Skaftá

27.7.2009

Starfsmenn fyrrum Vatnamælinga, nú starfsmenn Veðurstofu Íslands, hafa á undanförnum árum, ásamt starfsmönnum Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands, staðið fyrir rannsóknum á Skaftárkötlum og jökulhlaupum frá þeim. Jökulhlaup koma í Skaftá nær árlega og hefur verið fylgst með þeim í rúma hálfa öld. Þau falla í flokk svokallaðra hraðrísandi jökulhlaupa en skilningi á þeim er enn ábótavant.

Gögn, sem safnað var í fjölþættri rannsókn á Skaftárkötlum í Vatnajökli, hafa verið notuð ásamt mælingum á rennsli og vatnshita í Skaftá til að kanna hegðun hraðrísandi jökulhlaups.

Fyrir jökulhlaup frá vestari Skaftárkatli í lok september 2006 voru eftirfarandi þættir metnir:

Rennsli út úr lóninu undir vestari katlinum, rennsli hlaupvatns við jökuljaðar, geymsla hlaupvatns í flóðfarveginum undir jöklinum auk hlutfalls bræðslu og aflögunar íss í myndun farvegarins.

Reynt var að herma hegðun jökulhlaupsins með fræðilegu líkani, sem áður hefur verið beitt við rannsókn á hinu hraðrísandi stórhlaupi úr Grímsvötnum 1996. Unnt reyndist að líkja eftir hlaupferli Skaftár við jökuljaðar, en einnig var sýnt fram á að núverandi gerð líkansins nær ekki að herma þrýstisvið undir jöklinum.

Nánar má lesa um verkefnið í fróðleiksgrein hér á vefnum.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica