Fréttir
Jarðskjálfti austur af Grímsey
Jarðskjálfti austur af Grímsey.

Jarðskjálfti austur af Grímsey

2.4.2013

Snarpur jarðskjálfti, af stærð 5,5, varð kl. 00:59 þann 2. apríl með upptök í Skjálfandadjúpi, eða um 15 km austur af Grímsey.

Mikil eftirskjálftavirkni hefur fylgt í kjölfarið og varð stærsti eftirskjálftinn, 4,3 að stærð, kl. 01:13. Stærsti skjálftinn fannst víða á Norðurlandi og bárust tilkynningar til að mynda frá Grímsey, Vopnafirði, Húsavík, Raufarhöfn, Mývatnssveit, Akureyri og Sauðárkróki.

Klukkan 08:55 í morgun varð skjálfti af stærð 4,7 á svipuðum slóðum.

Dregið hefur úr virkninni eftir því sem liðið hefur á morguninn. Þó koma af og til eftirskjálftar um og yfir 3 að stærð. Upptökin eru á brotabelti sem liggur frá Öxarfirði og norður fyrir Grímsey, svonefnt Grímseyjarbelti. Skjálftahrinur eru mjög algengar á þessu svæði. Vel verður fylgst með virkninni en ekki er útilokað að fleiri stórir skjálftar geti fylgt í kjölfarið.

Uppfærð súlurit má sjá á jarðhræringasíðum en hér sést afrit af súluriti frá klukkan hálfþrjú í dag:

Athugið að kvikar vefsíður á vedur.is sýna óyfirfarin gögn.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica