Fréttir
Varnargarður ofan Hávegar á Siglufirði.

Snjóflóð féll á varnargarð á Siglufirði

18.12.2014

Snjóflóð úr hlíðinni ofan Siglufjarðarkaupstaðar stöðvaðist á varnargarði ofan Hávegar á Siglufirði, líklega þann 12. desember.

Flóðið átti upptök undir Fífladalabrún efst í svokölluðu Fífladalagili í um 340 m h.y.s. Það flæddi niður gilið og steyptist niður á veg ofan þvergarðs, sem nefndur er Skálarrípill og er skammt ofan efstu húsa í bænum. Flóðið stöðvast á varnargarðinum á rúmlega 50 m kafla og skildi eftir sig á garðinum grjót og gróður sem það hreif með sér á leiðinni niður hlíðina. Um 2 m vantar upp á að flóðið nái upp á topp garðsins en snjókögglar köstuðust yfir garðbrúnina á nokkrum kafla.

Telja verður líklegt að flóðið hefði náði niður á eða niður undir efstu hús ef garðurinn hefði ekki stöðvað það.






Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica