• Viðvörun

  Mikilli úrkomu er spáð á á SA-landi, syðst á Austfjörðum og Ströndum fram yfir hádegi. Því má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum á svæðinu.
 • Viðvörun

  Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Suðausturlandi og miðhálendinu. Búist er við mikilli rigningu á Austfjörðum og Suðausturlandi. Gildir til 21.09.2017 00:00 Meira
Fréttir
Sandfok í allhvassri suðvestanátt í Öræfum.

Sumarþing Veðurfræðifélagsins

Opið öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari

15.6.2015

Sumarþing Veðurfræðifélagsins verður haldið á þriðjudaginn 16. júní 2015. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:30. Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Dagskrá þingsins:

 • 13:30 Andréa Massad: Evaluation of surface temperature and wind speed in mesoscale simulations of the atmosphere over Iceland
 • 13:45 Andri Gunnarsson: Snjómælingar Landsvirkjunar
 • 14:00 Hálfdán Ágústsson: Úrkoma á hverfandi(a) jökulhveli
 • 14:15 Tandri Gauksson: Flóðahorfur í Reykjavík næstu ár
 • 14:30 Kaffihlé
 • 14:50 Einar Sveinbjörnsson: Sérstætt og áhugavert hviðuveður í Öræfasveit 28. apríl 2015
 • 15:05 Guðrún Nína Petersen og Bolli Pálmason: Illviðrið 14. mars
 • 15:20 Trausti Jónsson: Misjafnt eðli illviðra við Ísland

Ágrip erinda eru aðgengileg á vefsíðu félagsins.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica