Fréttir

Daglegt veður frá 2000 nú á vefnum

Veðurfarsyfirlit frá fjórum veðurstöðvum

8.9.2015

Veðurstofan hefur um langa hríð birt, eftir hver mánaðamót, töflur um veður frá degi til dags á fjórum veðurstöðvum; Reykjavík, Akureyri, Höfn í Hornafirði og á Keflavíkurflugvelli. Þetta eru svokölluð climat-blöð (pdf 0,2 Mb) sem gefa meðal annars grunn að athugunum á veðurfari.

Í skjölunum má sjá meðalhita, hámarks- og lágmarkshita hvers dags, daglega úrkomu, úrkomutegund, snjóhulu og snjódýpt, sólskinsstundafjölda (sé hann mældur), sólarhringsmeðalvindhraða, mesta 10-mínútna meðalvindhraða auk mestu vindhviðu. Veðrið frá degi til dags er einnig sýnt á línuritum.

Þessi blöð eru nú fáanleg á vefnum á flipanum Veður undir Veðurfar á Íslandi og Veðurfarsyfirlit. Annars vegar eru birtar töflur með skjölum hverrar stöðvar frá 2008 - 2015 og verður bætt í þær jafnóðum þegar fram líða stundir:

Reykjavík frá 2008 - Akureyri frá 2008 - Hornafjörður frá 2008 - Keflavíkurflugvöllur frá 2008

Hins vegar er birt tafla með eldri skjölum en á þeim árum var birt eitt skjal fyrir allar fjórar stöðvarnar:

Allar stöðvar frá 2000 til 2008

Höfn í Hornafirði
Frá Höfn í Hornafirði. Samsett mynd (stækkanleg) úr þremur sem nýráðinn veðurathugunarmaður tók af vindsköfnum skýjum hinn 27. mars 2012 kl. 18:00. Skeytastöðin er í litlu svörtu húsi fyrir miðri mynd. Gengið er upp á lágan höfða (Leiðarhöfða) fyrir utan byggðina til veðurathugana og þar er myndin tekin. Ljósmynd: Steve Johnson.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica