• Viðvörun

  Mikilli úrkomu er spáð á á SA-landi, syðst á Austfjörðum og Ströndum fram yfir hádegi. Því má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum á svæðinu.
 • Viðvörun

  Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Suðausturlandi og miðhálendinu. Búist er við mikilli rigningu á Austfjörðum og Suðausturlandi. Gildir til 21.09.2017 00:00 Meira
Fréttir
Sólarlag við Jökulsá í Fljótsdal.

Aðventuþing Veðurfræðifélagsins

Opið þing fimmtudaginn 3. desember

2.12.2015

Aðventuþing Veðurfræðifélagsins verður haldið fimmtudaginn 3. desember 2015. Þingið verður haldið í matsal Veðurstofu Íslands að Bústaðavegi 7 og hefst kl. 13:30.

Veðurfræðifélagið og þing þess eru opin öllum sem áhuga hafa á veðri og veðurfari.

Dagskrá þingsins

 • 13:30 Setning þings
 • 13:35 Einar Sveinbjörnsson: Mikil frostrigning 27. október 2015 í Dölum, í Hrútafirði og vestantil á Norðurlandi.
 • 13:50 Gabriel Sattig: The Brusi Experiment – High resolution analysis of summer precipitation in the East Fjords
 • 14:05 Trausti Jónsson: Framsýni, núsýni, nærsýni – en þó aðallega baksýni
 • 14:20 Björn Erlingsson: Sjávarflóð á lágsvæðum – aðferð við bráðabirgðamat á tíðni sjávarflóða við Skutulsfjarðareyri
 • 14:35 Páll Bergþórsson: Áhrif hafíss og koltvísýrings á loftslags í ýmsum beltum jarðar

14:50 – 15:10 Kaffi

 • 15:10 Þorsteinn Þorsteinsson: Afkomumælingar á Hofsjökli 1989 - 2015
 • 15:25 Bolli Pálmason: Uppfærsla á HARMONIE veðurspálíkaninu haustið 2015
 • 15:40 Guðrún Elín Jóhannsdóttir: Uppgufun í Reykjavík 1968 - 2006
 • 15:55 Haraldur Ólafsson: Sólfarsvindar fyrr og síðar

Ágrip erindanna eru aðgengileg á vefsíðu félagsins. Sjá ljósmyndir að loknu þingi í annarri grein.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica