• Viðvörun

  Mikilli úrkomu er spáð á á SA-landi, syðst á Austfjörðum og Ströndum fram yfir hádegi. Því má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum á svæðinu.
 • Viðvörun

  Búist er við stormi (meira en 20 m/s) á Suðausturlandi og miðhálendinu. Búist er við mikilli rigningu á Austfjörðum og Suðausturlandi. Gildir til 21.09.2017 00:00 Meira
Fréttir

Ársfundur Veðurstofu 2016

Morgunverðarfundur og áhugaverð erindi

7.4.2016

Reiknað til framtíðar er yfirskrift ársfundar Veðurstofu Íslands, sem haldinn verður næstkomandi þriðjudag, 12. apríl, kl. 9 til 11 að Bústaðavegi 7. Að loknu ávarpi umhverfisráðherra verða flutt fjögur erindi, sjá hér undir.

Fundurinn er opinn og boðið upp á morgunverð frá kl. 08:00. Áhugasamir eru beðnir að skrá þátttöku, svo áætla megi fjölda gesta. Vinsamlegast sendið tölvupóst á skraning@vedur.is eða hringið í síma 522 6000.

Reiknanlegt
""
Óveður gekk yfir landið 7.–8. desember 2015. Kortið sýnir veðurspá úr HARMONIE sem gildir snemma morguns þriðjudaginn 8. desember: loftþrýsting við sjávarmál (svartar línur, hPa), vind í 10 m hæð (vindörvar) og úrkomu (mm/klst). Myndin sýnir stærð núverandi reikninets, 500x480 reiknipunkta með 2,5 km möskvastærð.

Dagskrá:

 • 9.00 Ávarp Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra
 • 9.10 Samvinna Hafdís Þóra Karlsdóttir, settur forstjóri
 • 9.30 Ofurtölva – samrekstur íslensku og dönsku veðurstofanna Ingveldur Björg Jónsdóttir, hópstjóri rekstrar, og Vigfús Gíslason, hópstjóri upplýsingatækni
 • 9.50 Veðurlíkön – þróun og aðlögun líkans að íslenskum aðstæðum Guðrún Nína Petersen veðurfræðingur
 • 10.10 Harmonie í víðu samhengi Theódór Freyr Hervarsson, framkvæmdastjóri eftirlits- og spásviðs
 • 10.30 Umræður
 • 11.00 Fundarlok

Fundarstjóri verður Jórunn Harðardóttir, framkvæmdastjóri úrvinnslu og rannsóknasviðs.

Að loknum fundi

Spila má upptöku af streymi fundarins; þar er ávarp ráðherra og erindin fjögur.

Vakin er athygli á stuttu og vel þegnu innskoti Páls Bergþórssonar milli þriðja og fjórða erindis (1:18:10) og kynningu Einars Sveinbjörnssonar á framlagi hans til veðurfræðinnar.

Að loknu fjórða erindinu taka við umræður.

Ljósmyndir af fundinum eru í sérstakri grein.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica