Afkoma íslensku jöklanna hefur verið neikvæð síðan 1995 með einni undantekningu, afkoma ársins 2015 var jákvæð í fyrsta sinn í 20 ár. Árið 2016 mældist afkoman aftur neikvæð eins og flest undanfarin ár og einnig fyrir Langjökul og Hofsjökul árið 2017 en Vatnajökull var þá nærri því að vera í jafnvægi. Jöklarnir hafa alls tapað um 250 km3 íss síðan 1995 sem er um 7% af heildarrúmmáli þeirra.
Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi á vegum verkefnisins „Hörfandi jöklar: Lifandi kennslustofa í loftslagsbreytingum“.
Lesa meiraFjölmenni sótti ársfund Veðurstofunnar í dag enda mörg áhugaverð erindi á dagskrá undir yfirskriftinni „Tekist á við náttúruöflin“. Jórunn Harðardóttir fjallaði um mikilvægi hættu- og áhættumats, Sara Barsotti og Matthew J. Roberts sögðu frá umbrotunum í Öræfajökli og þeim sviðsmyndum sem teiknaðar hafa verið upp út frá mælingum og rannsóknum á þeirri virkni sem nú á sér stað í jöklinum. Davíð Egilson og Esther H. Jensen fjölluðu síðan um hættumat vegna jökulhlaupa í Skaftá. Megintilgangur slíks hættumats er að gera samfélagið betur í stakk búið til þess að takast á við næstu Skafárhlaup og draga úr tjóni af þeirra völdum.
Lesa meiraMars var mjög tvískiptur. Fyrri helmingur mánaðarins var fremur kaldur. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi, nánast úrkomulaust var um landið sunnan- og vestanvert og sérlega sólríkt. Á meðan var töluverður snjór um landið norðan og austanvert. Seinni hluti mánaðarins var hlýrri og suðlægari áttir algengari. Mánuðurinn var hægviðrasamur og lítið um illviðri.
Lesa meiraÁ Norðurheimskautssvæðinu og nærliggjandi svæðum eiga sér stað breytingar sem ekki hafa sést áður og eru loftslagsbreytingar þar hraðari og hlýnun meiri en annarsstaðar á jörðinni. Mælingar benda til þess að þessi vetur verði sá hlýjasti frá upphafi mælinga á norðurheimskautssvæðinu. Meðal umhverfisbreytinga má nefna að bráðnun sífrera veldur óafturkræfum breytingum á náttúrufari og skemmdum á innviðum.
Lesa meira