Nýjar fréttir

Norrænu veðurstofurnar hyggja á samstarf um sameiginlegan rekstur reiknilíkana og úrvinnslu veðurgagna

Fundi forstjóra norrænu og baltnesku veðurstofanna á Veðurstofu Íslands lauk í dag. Á fundinum undirrituðu forstjórarnir viljayfirlýsingu um samstarf um rekstur reiknilíkana og úrvinnslu veðurgagna. Hollenska og írska veðurstofan eru einnig aðilar að samstarfinu. Þetta samstarf kemur til með að byggja á þeim árangri sem náðst hefur í samstarfi norrænu og baltnesku veðurstofanna á vettvangi NordNWP (Numerical Weather Predictions).

Lesa meira

Stór sprunga hefur myndast innan við skriðusárið í Fagraskógarfjalli í Hítardal

Stór sprunga hefur opnast inná fjallinu skammt frá brotsári framhlaupsins sem féll 7. júlí síðastliðinn.  Sprungan er á sömu slóðum og hrunið sem varð úr toppi framhlaupsins, þann 13. júlí. Nánar tiltekið í innanverðu skriðusárinu. Spildan sem hefur losnað frá brún fjallsins er á bilinu 50-150 þúsund m3 en hrun af þessari stærðargráðu er ekki talið geta borist langt niður á láglendi og mun efnið líklega falla ofan á framhlaupsurðina sem myndaðist í júlí.

Lesa meira

Sólmyrkvi 11. ágúst 2018

Laugardagsmorguninn 11. ágúst 2018 milli kl. 08 og 09 sést deildarmyrkvi á sólu frá Íslandi, þar sem ský skyggja ekki á sólina.  Í deildarmyrkva gengur tunglið fyrir hluta sólar.  Við hámark á þessum myrkva hylur tunglið 17-25% af þvermáli sólar séð frá Íslandi.  

Lesa meira

Viðvörun: Skaftárhlaup stendur yfir

Fréttin er uppfærð reglulega

9.8. kl 14:00

Rennsli í Skaftá er komið aftur í eðlilegt horf miðað við árstíma og Skaftárhlaupinu því að mestu lokið. Enn mælist mikið rennsli í Grenlæk og Tungulæk þar sem vatnshæð stendur hátt, en áætlað er að það muni taka 7-8 daga að ná jafnvægiLesa meira

Tíðarfar í júlí 2018

Mánuðurinn var hlýr og bjartur austanlands en fremur svalur og sérlega sólarlítill sunnan- og vestanlands. Úrkoma var yfir meðallagi um mest allt land og mánuðurinn var víða sá úrkomusamasti um áratugaskeið. Snögg hitabylgja gekk yfir landið þ. 29. þegar hitinn fór allvíða yfir 20 stig. 

Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica