Nýjar fréttir

Mánuður liðinn frá upphafi fjórða eldgossins á Sundhnúksgígaröðinni

Í dag er liðinn einn mánuður frá upphafi eldgossins sem nú er í gangi á Sundhnúksgígaröðinni. Eldgosið, sem hófst að kvöldi 16. mars, er það fjórða frá því að kvikusöfnun hófst undir Svartsengi í lok október 2023. Eldgosið nú hefur staðið lengst allra eldgosanna á Sundhnúksgígaröðinni í þessari hrinu eldgosa og næstlengst þeirra gosa sem hafa orðið á Reykjanesskaga síðan 2021. Einungis fyrsta eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 er lengra, en það stóð yfir í um 6 mánuði.

Lesa meira

Eldgos við Sundhnúka helst stöðugt

Uppfært 15. apríl kl. 10:50

Rétt eftir hádegi í gær hófst smáskjálftahrina við Lágafell, rétt norðvestan við Grindavík. Henni var að mestu lokið um klukkan hálf fjögur í gær. Skjálftarnir voru um 90 talsins og var virknin mest milli kl. 13 og 14 þegar 35 skjálftar mældust. Allir skjálftarnir voru undir 1 að stærð og flestir á um 2-4 km dýpi. Þessi smáskjálftahrina er líklega afleiðing spennubreytinga í jarðskorpunni vegna áframhaldandi landriss í Svartengi eins og fjallað var um í fréttauppfærslu í gær.

Meðfylgjandi er samsett mynd sem sýnir staðsetningu skjálftanna á korti og neðan þess er graf sem sýnir dýpt þeirra. Efst til hægri er sýnd stærð skjálfta frá hádegi í gær þar til í gærkvöldi. Þar fyrir neðan er uppsafnaður fjöldi skjálfta og neðst fjöldi skjálfta á klukkustund. Eins og gröfin sýna mældust nokkrir smáskjálftar á svæðinu síðdegis í gær en eftir miðnætti í dag hefur ekki mælst skjálftavirkni þarna. 

Lesa meira

Tíðarfar í mars 2024

Mars var sólríkur, þurr og tiltölulega hlýr á suðvestanverðu landinu. Það var kaldara og úrkomusamara á norðanverðu landinu. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi stóran hluta mánaðarins. Töluverð snjóþyngsli voru á norðan- og austanverðu landinu í lok mánaðar, auk hvassviðris sem ollu þónokkrum samgöngutruflunum. Nokkur fjöldi snjóflóða féll í þessum landshlutum.
Lesa meira

Skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju í gær

Í gær varð skjálftahrina í norðvesturhluta Öskju og mældust tæplega 30 skjálftar frá kl. 8 um morguninn til hádegis. Stærsti skjálftinn mældist 3,5 að stærð og varð á um 5 km dýpi. Einnig mældust þrír skjálftar frá 2,0 til 2,5 að stærð, en aðrir skjálftar voru minni. Jarðskjálftavirkni hefur lítið breyst á milli mánaða og verið nokkuð stöðug undanfarið þar til í gær. Síðast mældust skjálftar yfir 3 að stærð í janúar 2022 og október 2021.   

Lesa meira

Alþjóðlegur dagur veðurfræði

Í dag er haldið upp á alþjóðlegan dag veðurs undir yfirskriftinni „í framvarðarsveit loftlagsaðgerða“ (e. At the frontline of climate action) Í ár er lögð áhersla á að loftslagsbreytingar eru sannarlega að eiga sér stað og ógna gjörvöllu samfélagi manna. Áhrifin eru þegar sýnileg og munu verða enn verri ef ekki er brugðist við þegar í stað.

Lesa meira




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica