Úrvinnslu- og rannsóknasvið

Framtíðarsýn Úrvinnslu- og rannsóknasviðs

Úrvinnslu- og rannsóknasvið leggi sitt af mörkum til að Veðurstofan verði í fararbroddi á
starfssviðum sínum.

Sviðið verði í forystu í rannsóknum á eðlis- og efnaþáttum jarðar, lofthjúps, vatns og íss.

Sviðið setji á stofn alhliða þjónustu á sviði loftslagsmála (Climate Services).

Sviðið leiti stöðugt að bestu aðferðum við úrvinnslu gagna, líkangerð, þróun og rannsóknir og vinni að því að innleiða slíkar aðferðir innan verkefna sinna.

Sviðið sýni frumkvæði á starfssviðum sínum og verði í forystu í rannsóknum á alþjóðlegum jafnt sem innlendum vettvangi.

Sviðið verði í fararbroddi við ráðgjöf og þjónustu hvort sem leitað er eftir upplýsingum er varða náttúrufar eða nýtingu auðlinda.

Efling innviða
""
"Rannsóknainnviðir Veðurstofu Íslands – efling innviða í jarðvísindum," 4. apríl 2013.
Ljósmynd: Hjörtur Árnason.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica