Bókasafn

© Veðurstofa Íslands
Guðrún Pálsdóttir bókasafnsfræðingur og Þór Jakobsson veðurfræðingur við vígslu bókasafns Veðurstofunnar hinn 22. mars 2012. Myndin er tekin í Undirheimum þar sem margvíslegt efni safnsins er varðveitt.

Nýjar fréttir

Alþjóða veðurdagurinn 2018

Umfjöllunarefni dagsins er íslendingum vel kunnugt, veður og veðurfar. Í ár er athyglinni þó sérstaklega beint að því hvernig samfélög bregðast við aftaka veðri eða veðurvá til skemmri eða lengri tíma. Loftslagsbreytingar hafa í för með sér breytta veðurvá og hvað þetta varðar hefur árið 2018 hingað til verið áframhald af árinu 2017, með miklum öfgum í veðri með tilheyrandi eignatjóni og mannskaða. 

Lesa meira

Alþjóðlegur dagur vatnsins er í dag

Í dag, 22. mars, er alþjóðlegur dagur vatnsins, en Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið fyrir þessum degi síðastliðinn 25 ár. Markmiðið með þessum degi er að benda á mikilvægi vatns fyrir samfélög og allt líf jarðar. Þema ársins í ár er „Nature for Water“. Hér er sjónum beint að regnvatnslausnum þar sem lögð er áhersla á að viðhalda eins og kostur er náttúrulegri hringrás vatns á hverjum stað.

Lesa meira

Veðurmælingar frá Akureyri

Rannsóknaflugvél í eigu Bresku heimskautarannsóknastofnuninnar hefur verið hér á landi við veðurrannsóknir á vegum verkefnisins Iceland Greenland seas Project (IGP), einkum á hafsvæðinu fyrir norðan Ísland til að mæla flæði á hita, raka og skriðþunga á milli sjávar og lofthjúps á svæðinu að vetrarlagi og hvernig veðurkerfi stjórna slíku flæði. Lesa meira

Tíðarfar í febrúar 2018

Febrúar var illviðra- og úrkomusamur. Vindhraði var vel yfir meðallagi og úrkoma mikil, einkum um landið sunnan- og vestanvert. Hiti var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en aðeins undir meðallagi síðustu tíu ára á Suður- og Suðvesturlandi. Töluverðar truflanir voru á samgöngum. 

Lesa meira

Ráðherra í heimsókn á Veðurstofunni

Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra heimsótti Veðurstofuna á dögunum. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofunnar tók á móti  ráðherranum og kynnti fyrir honum helstu viðfangsefni og framtíðaráform stofnunarinnar. Guðmundir Ingi sat einnig stuttan fyrirlestur Halldórs Björnssonar, hópstjóra veðurs og loftlags, um loftslagsmál, ásamt því að heimsækja eftirlitssal Veðurstofunnar.  Lesa meira
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica