Gagnaveita - XML þjónusta

Veðurstofa Íslands býður upp á þjónustu sem gerir fagaðilum kleift að sækja nýjustu staðarspár, textaspár og veðurathuganir; svo og norðurljósaspár og snjóflóðaviðvaranir. Þessi þjónusta er ókeypis. Hægt er að sækja veðurgögnin á XML, RSS og CSV formi.

Vinsamlegast athugið eftirfarandi:

Þjónustan er opin öllum; engin skráning er nauðsynleg. Þess vegna hefur Veðurstofan ekki skrá yfir það hverjir nota þjónustuna og getur þar af leiðandi ekki tilkynnt um breytingar.

XML-þjónustan var uppfærð 3. ágúst 2015. Breytingar voru ekki stórvægilegar. Engar breytingar eru á því kalli sem notað er. Nýjar viðbætur eru Norðurljósaspár og Snjóflóðaviðvaranir.

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustunnar

Veður - staðaspár, textaspár og veðurathuganir

Leiðbeiningar um XML vegna veðurspáa (pdf 0,3 Mb)

Snjóflóðaviðvaranir

Leiðbeiningar um XML vegna snjóflóðaviðvarana (pdf 0,2 Mb)

Norðurljósaspár

Leiðbeiningar um XML vegna norðurljósaspáa (pdf 0,2 Mb)





Til baka




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica