Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Vaxandi suðaustanátt, 8-15 m/s síðdegis með slyddu eða snjókomu en síðar rigningu sunnan- og vestanlands, en hægari og þurrt norðaustantil. Hlýnandi veður.

Gengur í sunnan 10-18 á morgun með súld og rigningu, hvassast og úrkomumest á vestanverðu landinu. Þurrt að kalla á Norður- og Austurlandi. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan og austan.
Spá gerð: 19.04.2024 10:48. Gildir til: 21.04.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á sunnudag:
Suðvestan 5-10 m/s, en 10-15 á norðvestanverðu landinu. Yfirleitt þurrt og bjart veður og hiti 5 til 10 stig.

Á mánudag og þriðjudag:
Fremur hæg suðlæg eða breytileg átt. Víða léttskýjað, en skýjað með köflum við vesturströndina. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi.

Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 3-8 m/s og bjartviðri, en 8-13 við suðurströndina og lítilsháttar væta þar. Hiti 4 til 11 stig, hlýjast á Vesturlandi.

Á fimmtudag:
Fremur hæg norðaustlæg átt, bjartviðri og hiti 2 til 8 stig, en skýjað og frost 0 til 6 stig norðaustantil.
Spá gerð: 19.04.2024 08:34. Gildir til: 26.04.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Það var hægur vindur í nótt með þurru veðri og frost um allt land, mest kringum 8 stig í innsveitum fyrir norðan.

Í dag er breytinga að vænta í veðurlagi. Þegar kemur fram á daginn gengur í ákveðna suðaustanátt með rigningu eða slyddu á láglendi á sunnan- og vestanverðu landinu. Það hlýnar í veðri, en það mun þó taka tíma fyrir sunnanáttina að blása kuldanum burt af landinu.

Á morgun (laugardag) er sunnanátt í kortunum, víða stinningskaldi eða allhvass vindur eftir hádegi. Búast má við súld og rigningu og mjög þungbúnu veðri og bætir í rigninguna á vestanverðu landinu seinnipartinn. Þurrara á Norður og Austurlandi og hærra undir skýin. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast í hnjúkaþey norðan- og austanlands. Samfara svona hlýindum ryðja ár og lækir sig gjarnan en víða á norðurhelmingi landsins eru vatnsfarvegir ísi lagðir á meðan vel flestar ár eru opnar sunnan heiða. Stundum myndast klakastíflur sem geta valdið staðbundnum flóðum og jafnvel haft áhrif á vegi, ræsi og brýr. Sama á við ræsi og niðurföll í þéttbýli þar sem það á við, þar þarf að hreina frá svo vatn komist greiðlega í burtu.

Á sunnudag styttir upp og snýst í suðvestanátt, sem verður allhvöss á norðanverðu landinu, en hægari sunnantil. Hitinn þokast aftur niðurávið.

Ef rýnt er í spár lengra fram í tímann virðist sem í byrjun næstu viku eigi að vera hið ljúfasta veður, hægur vindur og bjart veður víða um land. Þokkarlegar hitatölur yfir daginn, eða 5 til 12 stig, hlýjast á Suðurlandi.
Spá gerð: 19.04.2024 06:47. Gildir til: 20.04.2024 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica