Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Fremur hæg austlæg eða breytileg átt. Skýjað með köflum og yfirleitt þurrt, hiti 4 til 12 stig að deginum.

Norðlæg átt 3-8 m/s á morgun og víða bjart sunnan- og vestanlands. Skýjað en úrkomulítið og kólnar heldur á Norður- og Austurlandi.
Spá gerð: 24.04.2024 03:53. Gildir til: 25.04.2024 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag (sumardagurinn fyrsti):
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s. Skýjað á Norður- og Austurlandi og hiti 1 til 6 stig, en bjart með köflum sunnan heiða með hita að 12 stigum yfir daginn.

Á föstudag:
Norðan 5-10 m/s. Léttskýjað suðvestan- og vestanlands, annars skýjað en úrkomulítið. Hiti 0 til 12 stig, hlýjast suðvestantil, en víða næturfrost.

Á laugardag:
Norðlæg átt og dálítil snjókoma eða él á Norðaustur- og Austurlandi, en bjartviðri suðvestanlands. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, mildast syðst.

Á sunnudag og mánudag:
Norðaustlæg átt og stöku skúrir eða él, hiti breytist lítið.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir svipað veður áfram.
Spá gerð: 23.04.2024 20:31. Gildir til: 30.04.2024 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Það er útlit fyrir hæglætisveður í dag, þurrt að mestu og milt. Heldur meira af skýjum en í gær, en ætti að sjást víða til sólar.

Snýst í norðlæga átt á morgun, 3-8 m/s. Skýjað og heldur svalara á norðanverðu landinu, en bjartara veður sunnan heiða með hita að 10 til 12 stigum þegar best lætur.

Það er skemmst frá að segja að á föstudag er spáð svipuðu veðri áfram.
Spá gerð: 24.04.2024 06:20. Gildir til: 25.04.2024 00:00.





Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica