Veðurmet

Skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju - Barði Þorkelsson 29.10.2013

Öðru hvoru er kannað hvort skaflinn í Gunnlaugsskarði í Esju sé horfinn, eins og gerst hefur undantekningalítið eftir árið 2000. Haustið 2011 voru farnar nokkar ferðir og staðfest að skaflinn var á sínum stað. Aftur á móti hvarf hann haustið 2012. Í þessari grein eru nýlegar myndir. Hvernig stóðu málin haustið 2013?

Lesa meira

Veðrið sem gekk yfir landið 9. - 11. september 2012 - Kristín Hermannsdóttir 19.9.2012

Fyrsta haustlægðin var óvanalega djúp og köld árið 2012. Í slíkum tilvikum er mjög mikilvægt að veðurupplýsingar komist til skila. Lofthiti varð einni til tveimur gráðum lægri en allflestar spár gerðu ráð fyrir, þannig að sú úrkoma sem féll var meira slydda og snjókoma heldur en rigning og slydda. Nú þarf að skoða hvað hefði mátt fara betur, bæði í spám og upplýsingagjöf. Lærdóminn af þessu tilviki þarf að nýta fyrir næsta óvenjulega veður.

Lesa meira

Af illviðrinu 10. til 11. september 2012 - Trausti Jónsson 14.9.2012

Dagana 10. til 11. september gerði mikið hríðarveður um landið norðan- og norðaustanvert. Fjölda fjár fennti, ísing og hvassviðri sleit raflínur og einnig urðu miklar samgöngutruflanir. Úrkoma var mikil og féll að hluta til sem snjór á stórum hluta svæðisins. Snjómagnið var óvenjumikið miðað við árstíma.

Lesa meira
Hvalreki á Skagaströnd í janúar 1918

Kuldametið 1918 - Trausti Jónsson 6.12.2011

Frostaveturinn mikla, 1918, var kaldast í Reykjavík og víðar á landinu frá því mælingar hófust.

Lesa meira


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica