• Viðvörun

    Búist er við stormi (meðalvindi meira en 20 m/s) á landinu á morgun. Gildir til 24.03.2017 00:00 Meira

Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir Austfirði

Austfirðir

Vaxandi sunnanátt í nótt og fyrramálið, 13-20 fyrir hádegi og dálítil slydda eða rigning af og til. Hlýnandi veður, hiti 3 til 8 stig síðdegis. Suðvestlægari annað kvöld, skýjað með köflum og fer að kólna aftur.
Spá gerð: 22.03.2017 21:59. Gildir til: 24.03.2017 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðvestan 15-23 m/s framan af degi og él eða skúrir, en þurrt um landið austanvert. Hiti 0 til 5 stig. Suðvestan 8-15 og úrkomuminna eftir hádegi. Gengur í sunnan 13-20 um kvöldið með rigningu sunnan- og vestanlands og hlýnar.

Á laugardag:
Suðvestan 15-23 og rigning, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 5 til 13 stig, hlýjast á Austurlandi. Fer yfir í skúri eða slydduél með kólnandi veðri þegar kemur fram á daginn, fyrst vestast á landinu. Dregur úr vindi um kvöldið.

Á sunnudag:
Gengur í sunnanátt 10-18 m/s síðdegis. Rigning eða slydda, en hægari og þurrt norðaustan- og austanlands. Hiti 2 til 8 stig.

Á mánudag:
Vestan og norðvestan 3-10. Lítilsháttar skúrir eða él vestan- og norðanlands, en þurrt annars staðar. Hiti 0 til 8 stig, hlýjast á Suðausturlandi og Austfjörðum.

Á þriðjudag:
Norðaustan og austan 3-10. Þurrt á landinu og skýjað með köflum. Hiti 2 til 6 stig að deginum sunnanlands, en vægt frost fyrir norðan og austan.

Á miðvikudag:
Austan 8-13 og lítilsháttar væta með suður- og austurströndinni. Hægari og bjart á Vestur- og Norðurlandi. Hiti 0 til 6 stig, mildast syðst.
Spá gerð: 22.03.2017 21:27. Gildir til: 29.03.2017 12:00.Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica