Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Breytileg átt 3-8 m/s og rigning eða súld A-lands með morgninum, en styttir upp SA-til í kvöld. Skúrir um landið V-vert, einkum síðdegis.
Norðlægari á morgun og skýjað fyrir norðan, en bjart með köflum sunnan heiða. Víða skúrir, einkum síðdegis. Hiti 8 til 14 stig.
Spá gerð: 21.08.2018 05:15. Gildir til: 22.08.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag og föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða skúrir, en sums staðar þokusúld við N-ströndina. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað en þurrt að kalla. Hiti 7 til 13 stig.

Á sunnudag og mánudag:
Austan- og suðaustanátt með rigningu, en úrkomulítið N-lands. Hiti 8 til 13 stig.
Spá gerð: 21.08.2018 07:44. Gildir til: 28.08.2018 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings

Hægur vindur í dag og víða væta, einkum skúrir V-lands, en fyrir austan er það rigning eða súld. Á morgun snýst í norðlægari átt og léttir til fyrir sunnan, en skýjað norðan heiða. Víða má þó búast við skúrum, sér í lagi síðdegis.
Fram á sunnudag er útlit fyrir hægan norðlægan vind og vætu víða um land, en ágætis líkur á sólarglennum sunnanlands.
Spá gerð: 21.08.2018 06:44. Gildir til: 22.08.2018 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica