Staðaspár -

Sýna flokk veðurstöðva

Finna spá fyrir veðurstöð

Stöðvalisti
 

Textaspá fyrir allt landið

Veðurhorfur á landinu

Sunnan hvassviðri eða stormur A-lands í kvöld, annars mun hægari. Víða rigning og mikil úrkoma á SA-verðu landinu, en stöku él V-til.
Sunnan 8-15 á morgun og heldur hvassara síðdegis. Rigning í fyrstu á SA-landi, annars snjókoma eða él, en úrkomulítið NA-lands. Kólnandi, frost 0 til 5 stig annað kvöld.
Spá gerð: 21.02.2018 18:24. Gildir til: 23.02.2018 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustan 8-15 m/s og él, en úrkomulítið norðan heiða. Fer að hvessa um hádegi, gengur í suðaustan 18-25 síðdegis með slyddu og síðar rigningu, talsverð úrkoma á sunnanverðu landinu. Hlýnandi veður, hiti 5 til 10 stig um kvöldið.

Á laugardag:
Suðaustan 10-18 m/s, en 18-23 norðaustan- og austanlands fram eftir degi. Talsverð rigning suðaustantil, en skúrir eða él um landið vestanvert. Hiti 1 til 8 stig, hlýjast á Norðausturlandi.

Á sunnudag:
Austan og suðaustan 5-10 og rigning eða slydda með köflum, einkum sunnantil á landinu. Hiti 0 til 6 stig.

Á mánudag:
Suðlæg átt 8-15 og dálítil væta, en heldur hægari og þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 3 til 8 stig.

Á þriðjudag:
Suðvestan 5-10 og smásúld vestanlands, en léttskýjað austantil á landinu. Hiti breytist lítið.

Á miðvikudag:
Útlit fyrir vestlæga átt. Skýjað og þurrt að kalla, en bjart suðaustan- og austanlands. Hiti 1 til 6 stig.
Spá gerð: 21.02.2018 21:15. Gildir til: 28.02.2018 12:00.

Hugleiðingar veðurfræðings


Spá gerð: 21.02.2018 15:11. Gildir til: 22.02.2018 00:00.

Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica