Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á laugardag:
Norðaustan 8-13 m/s um landið norðvestanvert, annars hægari breytileg átt. Rigning víða um land, en úrkomulítið við Faxaflóa. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast suðvestantil á landinu.

Á sunnudag:
Hæg breytileg átt, skýjað að mestu og skúrir í flestum landshlutum. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:
Fremur hæg norðaustlæg átt. Skýjað austantil og dálítil væta með köflum. Léttir til um landið vestanvert. Hiti 7 til 15 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.

Á þriðjudag:
Norðaustan 5-10, en 10-15 með suðausturströndinni. Rigning suðaustan- og austanlands, en þurrt annars staðar. Svipaður hiti áfram.

Á miðvikudag og fimmtudag:
Breytileg átt og dálítil væta af og til í flestum landshlutum. Hiti 7 til 13 stig.
Spá gerð: 25.08.2016 21:21. Gildir til: 01.09.2016 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica