Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag, fimmtudag og föstudag:
Hæg norðlæg eða breytileg átt og víða skúrir, en sums staðar þokusúld við N-ströndina. Hiti 8 til 15 stig að deginum, hlýjast syðst.

Á laugardag:
Hæg suðlæg eða breytileg átt og skýjað, en þurrt að kalla. Fer að rigna á S- og V-landi um kvöldið. Hiti 8 til 13 stig.

Á sunnudag:
Útlit fyrir stífa austan- og suðaustanátt með talsverðri rigningu syðra, en úrkomulítið fyrir norðan. Fremur svalt í veðri.
Spá gerð: 20.08.2018 07:53. Gildir til: 27.08.2018 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.
Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica