Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á mánudag:
Austan- og suðaustanátt, víða á bilinu 8-15 m/s. Rigning með köflum, en þurrt að kalla norðanlands. Hiti 4 til 12 stig, hlýjast fyrir norðan.

Á þriðjudag:
Suðaustan 10-18 með rigningu og súld, en bjartviðri á Norður- og Austurlandi. Hiti 8 til 16 stig, hlýjast norðanlands.

Á miðvikudag:
Suðaustan 5-13 m/s á Suður- og Vesturlandi, skýjað með köflum og þurrt að kalla. Hiti 10 til 15 stig. Hægari sunnanátt norðan- og austanlands, léttskýjað og hiti 14 til 20 stig.

Á fimmtudag og föstudag:
Hæg breytileg átt, víða léttskýjað og hlýtt í veðri. Sums staðar þokuloft við sjávarsíðuna og mun svalara.
Spá gerð: 29.04.2017 09:24. Gildir til: 06.05.2017 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica