Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðvestan 8-15 m/s, en 15-20 NV-til og víða él, en léttir til fyrir austan. Lægir og styttir upp V-til um kvöldið. Frost 1 til 10 stig, kaldast inn til landsins.

Á fimmtudag:
Austlæg átt, 8-15 m/s og snjókoma eða slydda S-til, en rigning við ströndina og hiti 0 til 5 stig. Mun hægari vindur, úrkomulítið og talsvert frost fyrir norðan.

Á föstudag og laugardag:
Ákveðin sunnanátt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið NA-til. Fremur milt veður.

Á sunnudag:
Útlit fyrir norðanátt með dálítilli snjókomu N-lands, en léttir til fyrir sunnan og kólnar í veðri.

Á mánudag:
Búast má við vaxandi austanátt með snjókomu eða slyddu, einkum S-til og hlýnandi veðri.
Spá gerð: 16.01.2017 19:59. Gildir til: 23.01.2017 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.


Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica