Greinar

Maí 1998

Trausti Jónsson 9.1.2007

Mánuðurinn var góðviðrasamur um allt land. Í lok fyrstu viku mánaðarins gerði vægt kuldakast og frysti víða dagana 6.-9., eftir það var hlýtt, einkum frá þ. 21. og út mánuðinn. Suðvestlægar áttir voru ríkjandi og var þurrviðrasamt á norðan- og austanverðu landinu en fremur vætusamt annars staðar.

Í Reykjavík var meðalhitinn 6,6° sem er 0,3° yfir meðallagi. Úrkoma mældist 66,9 mm og er það rúmlega hálf önnur meðalúrkoma. Sólskinsstundir voru 175,8, 16,2 stundum færri en venja er.

Á Akureyri var meðalhitinn 7,3° og er það 1,8° yfir meðallagi. Það er hæsti meðalhiti þar síðan árið 1991 en þá var meðalhitinn 8,8°. Úrkoman mældist 5,7 mm, sem er aðeins þriðjungur meðalúrkomu. Svo lítil úrkoma er nokkuð algeng í maí á Akureyri og var hún minni bæði í fyrra og árið 1994. Sólskinsstundir mældust 190,9 sem er 16,9 færri en í meðalári.

Í Akurnesi var meðalhitinn 7,0° og úrkoman þar mældist 30,0 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn 2,2°. Úrkoman mældist 37 mm og sólskinsstundir 182,







Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica