Apríl 2000

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Aprílmánuður var kaldur og þurr. Sólskin var fádæma mikið og hafa sólskinsstundir ekki mælst eins margar í apríl frá upphafi mælinga í Reykjavík árið 1923 og árið 1928 á Akureyri. Einnig gerði lengsta samfelda sólskinskaflann í Reykjavík til þessa þegar sólin skein í meir en 10 klst 12 daga í röð dagana 14. - 25.
Í Reykjavík var meðalhitinn 1,5° sem er 1,4° undir meðallagi og úrkoma mældist 27,6 mm sem er tæplega helmingur þess er venja er. Síðastliðin tvö ár var minni úrkoma í Reykjavík. Sólskinsstundir voru 242,3 klst sem 102 stundum umfram meðaltal. Það er langt umfram það sem hingað til hefur mælst en það er 224,7 klst árið 1924.
Á Akureyri var meðalhitinn 0,5° sem er 1,1° undir meðallagi. Úrkoman mældist 7,5 mm sem fjórðungur þess er venja er og hefur ekki mælst svo lítil úrkoma síðan 1978. Þá mældust 5,3 mm. Sólskinsstundir voru 193,3 sem er 66,3 umfram það sem venja er og það mesta frá upphafi mælinga þar 1928. Hingað til hafa mest mælst 184,5 klst árið 1981.
Í Akurnesi var meðalhitinn 0,7° og úrkoman mældist 28,2 mm. Á Hveravöllum var meðalhitinn -4,8°, úrkoman mældist 20,6 mm og sólskinsstundir voru 262,3.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica