Maí 2000

Guðrún Þ. Gísladóttir 9.1.2007

Á yfirborðinu var veðurlag maímánaðar í meðallagi en í raun skiptist mánuðurinn í tvo mjög ólíka kafla. Fyrri hlutann var hlýtt, þá rigndi talsvert syðra og margir mjög góðir dagar komu norðanlands. Upp úr miðjum mánuði gerði versta veður, kólnaði mikið og kalt var allan síðari hlutann.
Meðalhiti í Reykjavík var 6,5 stig og er það 0,2 stigum yfir meðallagi. Á Akureyri var meðalhitinn 7,3 stig sem er 1,8 stigi ofan meðallags. Í Akurnesi var meðalhitinn 6,3 stig, en 1,6 stig á Hveravöllum. Það er 0,9 stigum ofan meðallags.
Úrkoma var ívið ofan meðallags í Reykjavík og á Akureyri. Í Reykjavík mældist úrkoman 48 mm, en 18 mm á Akureyri. Í Akurnesi mældist úrkoman 77 mm, en 95mm á Hveravöllum.
Sólskinsstundir í Reykjavík voru 188 og er það í rétt tæpu meðallagi. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 176 og má það heita í meðallagi. Á Hveravöllum mældust sólskinsstundirnar 173.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica