Janúar 2002

Trausti Jónsson 9.1.2007

Veðurfar í nýliðnum janúar var mjög kaflaskipt, fyrstu þrjár vikurnar voru mjög hlýjar en síðan kólnaði verulega. Í hlýindunum var mjög úrkomusamt um allt sunnanvert landið og að morgni þ. 10. mældist sólarhringsúrkoma á Kvískerjum í Öræfum 293,3mm og er það mesta úrkoma sem hefur mælst hérlendis á einum degi. Meðalhiti í Reykjavík var 1,4 stig og er það 1,9 stigum yfir meðallagi, talsvert hlýrra var í janúar 1996. Hámarkshiti mánaðarins í Reykjavík mældist 10,6 stig og hefur ekki mælst jafnhár eða hærri í janúar og reyndar aðeins einu sinni áður náð 10 stigum, en það var 1940. Meðalhiti á Akureyri var -0,5 stig og er það 1,7 stigum yfir meðallagi. Meðalhiti í Akurnesi var 1,6 stig og -4,9 stig á Hveravöllum.

Úrkoma í Reykjavík mældist 117mm, það er um þriðjungur umfram meðalúrkomu í janúar, þó varð úrkomu ekki vart síðustu 12 dagana. Á Akureyri mældist úrkoman 100mm og vantar ekki mjög upp á að það sé tvöföld meðalúrkoma janúar. Úrkoma mældist 380 mm í Akurnesi og 157 mm á Hveravöllum.

Óvenju snjólétt var á nær öllu landinu, en sérstaklega um sunnan- og vestanvert landið. Aðeins einu sinni var alhvít jörð í Reykjavík. Þetta er óvenjulegt, í fyrra var þó aðeins alhvítt tvisvar. Enginn alhvítur dagur var í Reykjavík í janúar 1929 og 1940 en einn 1961.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica