Haustið 2002

Trausti Jónsson 9.1.2007

Haustið var hlýtt og sólríkt á vestanverðu landinu. Úrkoma í meðallagi nema á Austurlandi, Austfjörðum og Suðausturlandi þar var fádæma úrkomusamt.
Í Reykjavík var meðalhitinn 4,8° sem er 2,1° yfir meðallagi og úrkoman mældist í tæpu meðallagi, eða 153,7 mm. Sólskinsstundir mældust 187,4 sem er 65 stundum umfram það sem venja er.
Á Akureyri var meðalhitinn 3,8° sem er 2,5° yfir meðallagi. Úrkoma mældist í rúmu meðallagi , eða 119,3 mm. Sólskinsstundir voru 55,2, eða 11,8 stundum færra en venja er.

 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica