Júlí 2004

Guðrún Þ. Gísladóttir 3.1.2007

Hlýtt var um allt land í júlímánuði. Í Reykjavík mældist meðalhitinn 11.5 stig, sem er 0.9 stigum hærri en í meðalári. Meðalhitinn í Reykjavík hefur nú mælst fyrir ofan meðallag í 28 mánuði í röð. Á Akureyri mældist meðalhitinn 12.6 stig, sem er 2.1 stigum hærri en í meðalári, og þarf að fara aftur til ársins 1997 til að finna hlýrri júlímánuð á Akureyri. Á Hveravöllum mældist meðalhitinn 8.6 stig og 11.2 stig í Akurnesi.

Úrkoma í Reykjavík var 56.4 mm sem er heldur meira en í meðal ári. Á Akureyri mældist úrkoman 22.7mm sem eru 65% af meðaltali mánaðar. Úrkoman í Akurnesi mældist 103.7mm

Sólskinsstundir í Reykjavík mældust 203 sem er 32 stundum yfir meðallagi. Á Akureyri voru mældar 213 sólskinsstundir sem eru 55 stundum fleiri en í meðalári.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica