Júlí 2005

Guðrún Þ. Gísladóttir 3.1.2007

Júlímánuður var bæði votviðrasamur og sólríkur.

Samanlögð úrkoma í Reykjavík mældist 47mm sem er um 90% af úrkomu í meðalári. Úrkoman á Akureyri mældist 38 mm sem er 115% af úrkomu í meðalári, og í Akurnesi mældist úrkoman 203 mm. Aðeins einu sinni hefur úrkoma mælst meiri í júlímánuði í Akurnesi, það var 1994 þegar samanlögð úrkoma þar mældist 232 mm.

Meðalhiti í Reykjavík var 11,8°C sem er 1,2 gráðum hærra en í meðalári. Sólskinsstundir mældust 197 sem eru 27 stundum yfir meðaltali. Á Akureyri var meðalhitinn 11,9 gráður eða 1,4 gráðum hærri en í meðalári. Sólksinsstundir þar mældust 203, sem er 45 stundum yfir meðaltali. Í Akurnesi var meðalhitinn 11,2 °C og á Hveravöllum 9,3°C.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica