Veturinn 2006

Trausti Jónsson 3.1.2007

Veturinn (des 2005 til mars 2006)
Veturinn var mjög hlýr þegar á heildina er litið, sá fjórði hlýjasti frá upphafi samfelldra mælinga bæði í Reykjavík og á Akureyri, aðeins 1929, 1964 og 2003 voru hlýrri.
Úrkomusamt var í Reykjavík, um 40% umfram meðalúrkomu. Nýleg dæmi eru þó um ámóta eða meiri úrkomu þennan hluta ársins. Á Akureyri var úrkoma með minna móti eða um þrír fjórðu hlutar meðalúrkomu.
Sólskinsstundir í Reykjavík voru 21 umfram meðallag, en í meðallagi á Akureyri. Lengst af var óvenju snjólétt, sérstaklega um landið austan- og norðaustanvert, en síðustu 10 dagar marsmánaðar bæta nokkuð úr á þeim slóðum, en enn er snjólétt syðra. Þetta er sjötti veturinn í röð með snjó undir meðallagi í Reykjavík, talsvert snjóléttara var þó 2003 en nú.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica