September

Elín Björk Jónasdóttir 3.1.2007

September mánuður var ákaflega hlýr um allt land.

Meðalhiti í Reykjavík mældist 10,5 gráður og er það 3,1 stigi hærra en í meðalári. September 2006 er fjórði hlýasti september mánuður í Reykjavík síðan mælingar hófust, og sá hlýjasti síðan 1958. Á Akureyri var hitinn 2.3 gráðum hærri en í meðalári, eða 8,6 stig. Á Höfn í Hornafirði var meðalhitinn 10,0 stig sem er 2.3 gráðum yfir meðaltali. Á Hveravöllum mældist meðalhitinn 5.6 °C, og er mánuðurinn sá þriðji hlýjasti þar síðan mælingar hófust. Hlýrri mánuðir á Hveravöllum voru árin 1996 og 2002.

Mæld úrkoma í Reykjavík var 65 mm, eða mjög nærri meðallagi. Á Akureyri mældist úrkoman rúmir 50mm, um þriðjungi yfir meðaltali. Á Höfn mældist úrkoman 115mm.

Sólskinsstundir í Reykjavík voru 8 færri en í meðalári, eða 117. Á Akureyri mældust sólskinsstundirnar 74, 11 færri en í meðalári.



 




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica