Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Norðaustlæg eða breytileg átt 3-8 m/s í dag. Skúrir um landið sunnanvert og súld eða rigning þar seinnipartinn. Bjart með köflum norðan heiða, en síðdegisskúrir í innsveitum norðvestanlands. Hiti 7 til 14 stig, hlýjast á Norðaustur- og Austurlandi.
Spá gerð 20.06.2024 00:07

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Gigar2_04062024

Eldgosið stöðugt og hraun flæðir mestmegnis til norðurs - 18.6.2024

Uppfært 18. júní 2024 kl. 13:50

Eldgosið hefur verið nokkuð stöðugt síðustu daga og áfram gýs úr einum gíg. Frá honum flæðir hraun mestmegnis til norðurs en einnig safnast hluti hraunsins upp sunnan megin við gíginn. Hraunið sem fer til norðurs fer í hrauntjörnina við Sýlingarfell og þaðan áfram norður fyrir það þar sem hraunið þykknar. Í gær um hádegisbil kom lítið gat í gíginn vestanverðan og þaðan flæddi hrauntaumur stutta leið vestur í átt að Sundhnúk, en sá taumur hefur ekki verið virkur frá því í gær. Lítil sem engin skjálftavirkni er á gosstöðvunum.

Lesa meira
Atlas13062024

Veðurstofan tekur í notkun nýtt spálíkan - 13.6.2024

Þann 19. mars náðist stór áfangi í Veðursetur vestur (UWC-W samstarfinu). Formlegur rekstur á ofurtölvunni er hafinn og veðurstofurnar fjórar á Íslandi, Írlandi og í Danmörku og Hollandi taka í rekstur sameiginlega veðurlíkanareikninga. Formlegur rekstur þýðir að sameiginlegir veðurspárreikningar og rekstur ofurtölvunnar, sem er hýst í kjallaranum á B7, eru vaktaðir allan sólarhringinnn til að tryggja framsleiðsluna og gagnaflæði.

Lesa meira

Tíðarfar í maí 2024 - 5.6.2024

Maí var tiltölulega hlýr, sérstaklega á norðaustan- og austanverðu landinu. Þar var sólríkt og þurrt. Það var tiltölulega kaldara og úrkomusamara suðvestan- og vestanlands.

Lesa meira

Nýr forstjóri Veðurstofunnar hefur tekið til starfa - 5.6.2024

Nýr forstjóri Veðurstofu Íslands, Hildigunnur H. H. Thorsteinsson hefur tekið til starfa. Hildigunnur hefur starfað sem tæknistjóri (CTO) hjá jarðhitafyrirtækinu Innargi A/S í Kaupmannahöfn frá árinu 2022.  Áður gegndi hún stöðu framkvæmdastýru rannsókna- og nýsköpunar hjá Orkuveitunni í nær áratug. Fyrr á ferlinum starfaði hún í jarðhita bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum, lengst af í bandaríska orkumálaráðuneytinu við stýringu rannsóknarfjármagns. Hildigunnur hefur m.a. setið í stjórnum Orku náttúrunnar, Carbfix, og Jarðhitafélags Bandaríkjanna.

Lesa meira
Hofsjokull_01

Vetrarafkoma Hofsjökuls 2023-2024 - 3.6.2024

Vetrarafkoma Hofsjökuls var mæld í 37. sinn í fimm daga leiðangri Veðurstofu Íslands 29. apríl –3. maí 2024. Fjórir starfsmenn óku vélsleðum í 20 mælipunkta á jöklinum, boruðu gegnum snjólag vetrarins og mældu eðlisþyngd þess.

Lesa meira
Kort13052024

Vorþing um svæðisbundnar langtímaspár á norðurslóðum - 13.5.2024

Dagana 22. og 23. maí fer fram þrettándi samráðsfundur um veðurfarshorfur á norðurslóðum (Arctic Climate Forum 13, ACF13). Fundurinn er á vegum Arctic Regional Climate Network (ArcRCC-N) en gestgjafinn þetta vorið er Veðurstofa Íslands, í samstarfi við Alþjóðaveðurmálastofnunina (WMO).  Samráðsfundurinn fer fram í netheimum og er opinn öllum þeim sem skrá sig. Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Ský

Skúraský

Skúraský (éljaský) myndast í óstöðgu lofti, gjarnan að degi til á sumrin, þegar sól hitar yfirborð landsins. Loft er að jafnaði óstöðugt þegar kalt er í háloftunum. Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


Útgáfa og rannsóknir

 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica