Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Austan og norðaustan, 5-13 m/s, en suðaustan 10-18 við suðurströndina í kvöld. Væta víða um land og slydda til fjalla, en úrkomumeira á Suðausturlandi. Styttir víða upp sunnantil í kvöld.
Norðaustan 10-18 m/s á morgun, hvassast á Vestfjörðum. Rigning með köflum, en lengst af þurrt á Vesturlandi.
Hiti 3 til 11 stig, hlýjast á Suðvesturlandi.

Spá gerð 23.09.2023 09:30

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Sumar-vidvaranir

Viðvaranir í sumar færri en síðustu ár - 14.9.2023

Sumarið 2023 var fremur viðburðalítið er kemur að veðurviðvörunum, en einungis sjö gular viðvaranir voru gefnar út þetta sumarið og voru þær allar vegna vinds. Þær skiptast þannig að fimm voru gefnar út í júní, tvær í júlí, en engin viðvörun var gefin út í ágúst mánuði. Sumarið sker sig út er horft er til baka, en síðastliðin fimm sumur voru um 36 viðvaranir gefnar út að jafnaði.

Lesa meira

Merki um landris á Reykjanesskaga - 12.9.2023

Merki um landris er farið að sjást á Reykjanesskaga eftir að eldgosinu við Litla Hrút lauk

siðan byrjun águst.  Sérfræðingar á Veðurstofunni segja að þeim sýnist á GPS-mælum að landrisið sé á svipuðum slóðum og fyrir síðasta gos í sumar. Þó er aflögun ennþá of litil til að hún sjáist á gervitunglamyndum. Líklegast erum við að horfa á þessa langtímaviðvörun sem við höfum áður haft. Land hefur tekið að rísa um leið og fyrri tveimur gosum lauk en eitthvað hægara en vísbendingar benda til nú.

Lesa meira

Tíðarfar í ágúst 2023 - 5.9.2023

Ágúst var hlýr um meginhluta landsins, nema allra austast. Það var óvenju hægviðrasamt og úrkoma undir meðallagi. Það var mjög þurrt fram eftir mánuðinum, sérstaklega á Norður- og Austurlandi. Á mörgum stöðum mældist meirihluti mánaðarúrkomunnar á einum til tveimur sólarhringum seint í mánuðinum.

Lesa meira
Forsdiumynd-bjolfur

Unnið að uppsetningu veðursjár á Bjólfi - 5.9.2023

Veðurstofa Íslands er þessa dagana að koma upp veðursjá á toppi Bjólfs fyrir ofan Seyðisfjörð. Þetta er hluti af uppbyggingu á veðursjárkerfi Íslands sem unnið hefur verið að síðustu ár og er áætlað að ljúki á þessum áratug. Í því felst að bæta mælingar og vöktun á veðri yfir öllu Íslandi og stórum hluta miðana í kring um landið. Veðurstofan hefur verið með 2 veðursjár í rekstri, á Miðnesheiði við Keflavík og á Miðfelli á Fljótsdalsheiði, síðan 2012 og er með áætlun að fjölga þeim í 6 á þessum áratug.

Lesa meira

Rennsli í Skaftá nálgast nú dæmigert grunnrennsli - 4.9.2023

Uppfært 4. september kl. 13:45

Rennsli í Skaftá hefur farið hægt minnkandi undanfarna daga og nálgast nú dæmigert grunnrennsli við Sveinstind. Niðri í byggð fer hlaupvatn hægt sjatnandi. Í þessu hlaupi mældist mesta rennsli við Sveinstind tæplega 750 m3/s og er það mun minna en í stærstu hlaupum. T.d. var hámarksrennslí í hlaupinu 2021 áætlað um 1500 m3/s og 3000 m3/s í hlaupinu 2015  Áætlað er að 220 gígalítrar (=0.22 km3) hlaupvatns hafi runnið fram við Sveinstind. Að vatnsmagni er þetta því meðalstórt hlaup úr Eystri Skaftárkatli, þótt rennslishámark hafi verið í lægra lagi. Ekki sjást þess merki að rennsli sé hafið úr Vestari Skaftárkatli en hafa ber í huga að hann getur hlaupið hvenær sem er úr þessu.

Lesa meira
Esjuskafl-24-8

Snjóskaflinn í Gunnlaugsskarði í Esjunni er horfinn í ár - 29.8.2023

Það hefur verið fylgst með Esju skaflinum síðan á 19. öld og hann stundum nefndum óformlegur mælikvarði á tíðarfar á suðvesturhorni landsins. Skaflinn hefur ekki horfið síðan 2019 en þá hafði hann ekki horfið í ein sjö ár. Skaflinn sést venjulega vel frá höfuðborginni, en hann er staðsettur við efstu brún Kistufellsmegin í Gunnlaugsskarði.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

Helene 1988

Fellibyljir 5

Úrstreymið efst í austanbylgjunum getur auðveldað uppstreymi, jafnvel dregið upp loft að neðan sem þá kólnar. Sé það loft rakamettað byrjar raki þess að þéttast.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 

Þetta vefsvæði byggir á Eplica