Forsíða Veðurstofu Íslands

Veðurspá

Horfur næsta sólarhringinn

Vaxandi norðaustan- og austanátt, 10-18 m/s og rigning með köflum S- og V-til í dag. Norðaustan 8-13 á NA-verðu landinu með slyddu eða snjókomu um tíma framan af degi, síðan rigningu. Hlýnandi veður í dag, hiti 5 til 13 stig síðdegis, hlýjast S-lands.
Spá gerð 23.04.2019 00:20

Athugasemd veðurfræðings

Búast má við slyddu eða snjókomu um tíma framan af degi á norðaustanverðu landinu, með varasömum akstursskilyrðum.
Skrifað af vakthafandi veðurfræðingi 23.04.2019 00:20

Úrkomuspá Hitaspá Vindaspá

Spá fyrir veðurstöð - 1

Spá fyrir veðurstöð - 2

Spá fyrir veðurstöð - 3

Spá fyrir veðurstöð - 4

Spá fyrir veðurstöð - 5

Allt Ísland

Fréttir

Dregið hefur úr virkni hrinunnar við Kópasker síðasta sólarhringinn

Jarðskjálftahrinan við Kópasker ein sú öflugasta í 28 ár - 5.4.2019

Jarðskjálftahrinan sem nú er í gangi um 6 km suðvestur af Kópaskeri, er sú öflugasta á þessari sprungu séu skoðuð gögn aftur til 1991. Frá því að hrinan hófst þann 23. mars hefur sjálfvirka mælakerfi Veðurstofunnar mælt tæplega 3000 skjálfta. Stærsti skjálfti hrinunar mældist í 27. mars, af stærð 4,2 kl. 20:29, en í allri hrinunni hafa mælst 8 skjálftar af stærð 3 og yfir.

Lesa meira
Frá Svartárkoti í Bárðardal í lok janúar 2009. Myndin er tekin í bæjardyrunum yfir ísi lagt Svartárvatn. Fjöllin á myndinni eru (frá vinstri) Eggert, Kollóttadyngja og yfir hana (hægra megin) sést í t

Tíðarfar í mars 2019 - 2.4.2019

Marsmánuður var nokkuð hagstæður. Hiti var yfir meðallagi áranna 1961 til 1990 en undir meðallagi síðustu tíu ára. Norðaustlægar áttir voru ríkjandi fyrri helming mánaðarins á meðan seinni hlutinn einkenndist af suðvestlægum áttum. Vindhraði var nærri meðallagi.

Lesa meira
Umfangsmikil snjóflóðavarnarvirki hafa verið reist á Siglufirði á síðustu rúmum tveimur áratugum.  Leiðigarðarnir Stóri- og Litli-Boli verja suðurhluta bæjarins fyrir snjóflóðum úr Jörundarskrál og St

Snow 2019 - 29.3.2019

Verkfræðingafélag Íslands stendur fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um snjóflóðavarnir dagana 3.–5. apríl 2019 á Sigló hóteli á Siglufirði. Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla upplýsingum um uppbyggingu ofanflóðavarna á Íslandi síðastliðin 20 ár og kynnast því nýjasta sem er að gerast á sviði ofanflóðavarna annars staðar í heiminum. Ráðstefnan er ætluð fólki frá sveitarstjórnum, stjórnsýslu, rekstraraðilum skíðasvæða, vegagerð, mannvirkjahönnuðum, eftirlitsaðilum og fræðimönnum. Þá mun töluverður fjöldi erlends fagfólks sækja ráðstefnuna.

Lesa meira
Laugardaginn 23. mars hófst öflug skjálftahrina í Öxarfirði um 6 km suðvestur af Kópaskeri.

Öflug jarðskjálftahrina í Öxarfirði - UPPFÆRT 1.4. - 28.3.2019

Í dag (1. apríl) hafa mælst um rúmlega 40 skjálftar frá miðnætti. Allir undir 2 að stærð. Áætlaður fjöldi skjálfta í hrinunni frá sjálfvirkum mælingum er um 2600 skjálftar frá því hún hófst. 27. - 29. mars mældust yfir 500 skjálftar á dag, þar af var mest virkni 28. mars, um 780 skjálftar.

Áfram er fylgst náið með þróun virkninar.

Lesa meira
Ársfundur Veðurstofunnar var vel sóttur

Veðurstofan tekur nýtt skref í þróun veðurþjónustu - 26.3.2019

Ársfundur Veðurstofunnar var haldinn í dag. Fjöldi samstarfsaðila og starfsmanna hlýddu á áhugaverð erindi undir yfirskriftinni „"Vöktun og rannsóknir á náttúruöflum landsins. Nýjar áskoranir – nýjar leiðir". Á fundinum var einnig kynnt alþjóðlegt samstarf um rekstur reiknilíkana og úrvinnslu veðurgagna sem Veðurstofan er hluti af. Samstarfinu verður komið á í tveimur skrefum. Frá og með 2023 munu Veðurstofa Íslands, danska, írska og hollensku veðurstofurnar sameinast um rekstur reiknilíkana og úrvinnslu veðurgagna. Sameiginleg ofurtölva vegna vesturhlutans verður staðsett á Veðurstofunni og kemur í stað ofurtölvu dönsku veðurstofunnar sem er þar nú. Samstarfið tekur svo á sig endanlega mynd árið 2027, þegar allar 10 veðurstofurnar sameinast um reksturinn undir heitinu „United Weather Centres“ - UWC

Lesa meira
Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn 26. mars

Ársfundur Veðurstofunnar 2019 - 25.3.2019

Ársfundur Veðurstofu Íslands verður haldinn á Veðurstofunni að Bústaðavegi 7, þriðjudaginn 26. mars 2019, kl. 9.00–11.00.

Yfirskrift fundarins er "Vöktun og rannsóknir á náttúruöflum landsins. Nýjar áskoranir – nýjar leiðir"

Boðið er upp á morgunverð frá kl. 8.00.

Lesa meira

Eldri fréttir


Fróðleikur

bleik ský á himni, bylgjótt

Hvað eru glitský?

Glitský eru ákaflega fögur ský sem myndast í heiðhvolfinu í um 15-30 km hæð. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu.

Lesa meira
 

Fleiri greinar um skylt efni


 Aðrir tengdir vefirÞetta vefsvæði byggir á Eplica