Athugana- og tæknisvið

Framtíðarsýn Athugana- og tæknisviðs

Athugana- og tæknisvið leggi sitt af mörkum til að Veðurstofan verði í fararbroddi á starfssviðum sínum.

Sviðið verði í forystu í rekstri samþættra mælikerfa á landsvísu og öflun upplýsinga á starfssviðum stofnunarinnar.

Sviðið hafi yfir að ráða bestu fáanlegu mælitækjum og fylgi tækniþróun og endurnýjun búnaðar eftir fremsta megni. Sviðið leiti ávallt leiða til að mæta kröfum viðskiptavina um gæði mælinga og hagræðingar við öflun þeirra.

Sviðið þrói aðferðafræði við framkvæmd mælinga og sýnatöku og leggi áherslu á gerð viðbragðsáætlana til að geta brugðist við aðsteðjandi vá og krefjandi verkefnum með stuttum fyrirvara.

Sviðið hafi yfir að ráða öflugu rekstrarkerfi fyrir mælistöðvar og mælitæki, stundi fyrirbyggjandi viðhald og gæðavottaðan rekstur mælikerfa og mælinga, þar sem mælikerfi og einstakir mælar verði flokkuð m.t.t. gæða gagna og þjónustustigs. Starfsemi sviðsins verði öll gæðavottuð fyrir árslok 2013.

Virkja næstu kynslóð
""
Önnur af tveimur færanlegum veðursjám Veðurstofunnar gangsett fyrir utan Flensborgarskólann í Hafnarfirði í tilefni af Degi íslenskrar náttúru, haustið 2013. Ljósmynd: Þorgils Ingvarsson.

Aðrir tengdir vefirEkkert skjal tengt
Þetta vefsvæði byggir á Eplica