Næstu dagar

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Suðaustan 3-10 m/s og lítilsháttar skúrir, en yfirleitt þurrt á norðaustanverðu landinu. Sunnan 8-13 vestanlands seinnipartinn og fer að rigna þar um kvöldið. Hiti 3 til 9 stig.

Á fimmtudag:
Suðlæg átt 5-13 og rigning eða slydda, en úrkomulítið norðaustantil. Hiti 2 til 10 stig, hlýjast norðaustanlands.

Á föstudag:
Breytileg átt 3-8. Víða skúrir eða él og hiti 0 til 5 stig, en rigning austanlands fram undir kvöld og heldur hlýrra.

Á laugardag:
Norðan 8-15 og dálítil él, en yfirleitt þurrt á sunnanverðu landinu. Frost 1 til 6 stig, en frostlaust við suðurströndina fram á kvöld.

Á sunnudag:
Breytileg átt og víða þurrt og bjart veður. Vaxandi sunnanátt síðdegis og þykknar upp á vestanverðu landinu með úrkomu þar um kvöldið. Hlýnandi veður.

Á mánudag:
Sunnan- og suðvestanátt með súld og rigningu, en úrkomulítið norðaustantil á landinu. Hiti 4 til 10 stig.
Spá gerð: 17.03.2025 21:09. Gildir til: 24.03.2025 12:00.


Textaspár eru skrifaðar af vakthafandi veðurfræðingi á Veðurstofu Íslands.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica