Spá um snjóflóðahættu - Norðanverðir Vestfirðir

  • fim. 16. maí

    Lítil hætta
  • fös. 17. maí

    Lítil hætta
  • lau. 18. maí

    Lítil hætta

Vorsnjór er til fjalla, víðast fremur stöðugur. Vot snjóflóð geta fallið í miklum bratta vegna sólbráðar eða umferðar fólks, einkum síðdegis.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Vot snjóflóð geta fallið í miklum bratta vegna sólbráðar eða umferðar fólks, einkum síðdegis.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Vorsnjór er til fjalla, hann hefur blotnað í gegn og er víðast einsleitur og nokkuð stöðugur. Dægursveiflur í hita og sólskini valda því að snjór stífnar oft á nóttunni en mýkist með deginum. Vot snjóflóð geta fallið í bröttum brekkum vegna sólbráðar eða umferðar fólks, einkum síðdegis og á hlýjum sólríkum dögum.

Nýleg snjóflóð

Skíðamaður setti af stað vott snjóflóð í Botnsdal í brattri brekku miðvikudaginn 8. maí.

Veður og veðurspá

Hiti yfir frostmarki á fimmtudag en kólnar heldur á föstudag og sérstaklega á laugardag. Dálítil rigning, kannski smá snjókoma til fjalla undir helgi.

Spá gerð: 15. maí 14:15. Gildir til: 17. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica