Spá um snjóflóðahættu - Tröllaskagi utanverður

  • fim. 16. maí

    Lítil hætta
  • fös. 17. maí

    Lítil hætta
  • lau. 18. maí

    Nokkur hætta

Snjór hefur sjatnað í hlýindum en vot flóð gætu fallið við umferð fólks eða skúrabakka næstu daga. Búist er við snjókomu til fjalla á laugardag.

Spáin er gerð fyrir stór landsvæði og þarf ekki að vera lýsandi fyrir snjóflóðahættu í byggð. Hún er einkum gerð með ferðafólk í fjalllendi í huga og tekur bæði til snjóflóða af mannavöldum og veðurtengdra snjóflóða.

Snjóflóðavandi á svæðinu

Lítil vot snjóflóð geta farið af stað við hlýindi eða umferð fólks.

Lagskipting snævar og snjóþekjan

Snjór hefur sjatnað og styrkst síðustu vikur. Dægursveifla í hita og sólbráð eða rigning geta haft talsverð áhrif á efstu lög snjós og því er möguleiki á votum flóðum. Fólk á ferð til fjalla getur sett af stað flóð í miklum bratta. Búist er við nýjum snjó á laugardag í norðlægum áttum og er óvíst hvort binding við eldri snjó verði góð efst til fjalla.

Nýleg snjóflóð

Vott lausaflóð féll undan sleðamanni í Ytrafjalli í Ólafsfirði, föstudaginn 10 maí.

Veður og veðurspá

Hæglætis veður næstu daga með lítilsháttar úrkomu. Snjókoma til fjalla í norðlægum áttum seint á föstudag. Dægursveiflur í hita fram að helgi þegar frystir aftur til fjalla.

Spá gerð: 15. maí 12:54. Gildir til: 17. maí 19:00.




Aðrir tengdir vefir



Þetta vefsvæði byggir á Eplica