Textaspá

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu

Vestan 3-8 m/s og léttskýjað.
Hæg suðlæg átt á morgun og bjart með köflum, en gengur í suðaustan 5-10 seint annað kvöld og þykknar upp. Hiti 7 til 11 stig yfir daginn.
Spá gerð: 08.05 22:23. Gildir til: 10.05 00:00.

Suðurland

Hæg breytileg átt og léttskýjað, en hægt vaxandi suðaustanátt og þykknar upp seinnipartinn. Hiti 5 til 9 stig yfir daginn.
Spá gerð: 08.05 21:49. Gildir til: 10.05 00:00.

Faxaflói

Sunnan 3-8 m/s og bjart með köflum, en hægt vaxandi suðaustanátt og skýjað annað kvöld. Hiti 6 til 11 stig að deginum.
Spá gerð: 08.05 21:49. Gildir til: 10.05 00:00.

Breiðafjörður

Suðvestan 3-8 m/s, skýjað með köflum og hiti 4 til 9 stig. Lægir annað kvöld.
Spá gerð: 08.05 21:49. Gildir til: 10.05 00:00.

Vestfirðir

Suðvestan 5-10 m/s, skýjað og hiti 3 til 7 stig yfir daginn. Lægir annað kvöld.
Spá gerð: 08.05 21:49. Gildir til: 10.05 00:00.

Strandir og Norðurland vestra

Suðvestan 5-13 m/s og bjart með köflum, hvassast á annesjum. Hiti 2 til 8 stig. Lægir annað kvöld.
Spá gerð: 08.05 21:49. Gildir til: 10.05 00:00.

Norðurland eystra

Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og léttskýjað. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.
Spá gerð: 08.05 21:49. Gildir til: 10.05 00:00.

Austurland að Glettingi

Suðvestlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og léttskýjað. Hiti 4 til 9 stig yfir daginn.
Spá gerð: 08.05 21:49. Gildir til: 10.05 00:00.

Austfirðir

Suðlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s og bjartviðri, en þykknar upp annað kvöld. Hiti 4 til 11 stig.
Spá gerð: 08.05 21:49. Gildir til: 10.05 00:00.

Suðausturland

Breytileg átt 3-8 m/s og bjart, en austlæg átt 5-10 og þykknar upp undir kvöld. Hiti 6 til 11 stig að deginum.
Spá gerð: 08.05 21:49. Gildir til: 10.05 00:00.

Miðhálendið

Suðvestan 3-8 m/s og bjart með köflum, en austlæg átt 5-10 og þykknar upp sunnantil annað kvöld. Hiti 0 til 5 stig yfir daginn.
Spá gerð: 08.05 21:49. Gildir til: 10.05 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:
Suðaustan og austan 5-13 m/s, hvassast við suðvesturströndina. Rigning eða súld með köflum, en lengst af þurrt á Norðurlandi. Hiti 5 til 12 stig.

Á laugardag:
Suðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og stöku skúr á víð og dreig. Rigning sunnan- og vestanlands um kvöldið. Hiti 6 til 14 stig.

Á sunnudag:
Breytileg átt 3-8 m/s og lítilsháttar rigning eða súld en yfirleitt bjart norðaustantil. Hiti 4 til 14 stig yfir daginn, svalast á Vestfjörðum.

Á mánudag:
Norðlæg átt og slydda norðanlands, en úrkomulítið sunnantil. Kólnar heldur í veðri.

Á þriðjudag:
Útlit fyrir breytilega átt og bjartviðri, en skúrir syðst.

Á miðvikudag:
Líklega austlæg átt og dálítil rigning, en bjart norðaustantil.
Spá gerð: 08.05 21:12. Gildir til: 15.05 12:00.